Alonso mikill aðdáandi Zubimendi - Funda í þriðja sinn um Fernandes - Ten Hag að taka við Leverkusen?
   lau 13. maí 2023 09:20
Ívan Guðjón Baldursson
Mendy skiptir um umboðsmann fyrir sumarið

Senegalski landsliðsmarkvörðurinn Edouard Mendy gæti yfirgefið Chelsea í sumar ef nógu gott tilboð berst til félagsins.


Mendy er 31 árs gamall og er ekki með fastasæti í byrjunarliðinu þar sem hann er í harðri samkeppni við spænska markvörðinn Kepa Arrizabalaga sem er dýrasti markvörður sögunnar.

Mendy á tvö ár eftir af samningi sínum við Chelsea og er félagið talið verið reiðubúið til að selja hann fyrir rétta upphæð í sumar.

Markvörðurinn skipti um umboðsteymi í síðustu viku og gæti það verið vísbending um að hann vilji skipta um félag til að fá meiri spiltíma.

Fali Ramadani er nýr umboðsmaður Mendy, sem skrifaði undir hjá Lian Sports Agency.


Athugasemdir
banner
banner