Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   lau 13. maí 2023 14:35
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Stóri Sam: Kann ekki við það þegar leikmennirnir hunsa mig
Mynd: Getty Images

Stóri Sam Allardyce stjóri Leeds United var stoltur af sínu liði að ná í stig gegn Newcastle í dag. Liðið komst yfir og gat komist í tveggja marka forystu en Patrick Bamford klikkaði á vítaspyrnu.

Newcastle refsaði fyrir það og Callum Wilson kom liðinu yfir með mörkum úr tveimur vítaspyrnum.


Stóri Sam var ánægður að næla í stig en liðið er einu stigi frá öruggu sæti en Everton á leik til góða. Hann var þó ósáttur að liðið skyldi fá á sig tvær vítaspyrnur.

„Við verðum að hætta að gefa víti, við gáfum eina í síðustu viku. Ég hef talað um að standa í lappirnar í vikunni, ég kann ekki við það þegar leikmennirnir hunsa mig svo þeir verða skammaðir í næstu viku, trúðu mér. Ef við hefðum staðið í lappirnar hefðum við unnið þennan leik," sagði Allardyce.

Leeds á tvo leiki eftir í deildinni en það er gegn West Ham á útivelli og Tottenham heima.


Athugasemdir
banner
banner
banner