Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   lau 13. maí 2023 17:33
Brynjar Ingi Erluson
Ten Hag: Ekki tíminn til að gleðjast
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Erik ten Hag, stjóri Manchester United, segir að liðið hafi engan tíma til að gleðjast yfir 2-0 sigrinum á Wolves, heldur þarf liðið að halda áfram að bæta sig.

Anthony Martial og Alejandro Garnacho skoruðu mörk United sem tryggðu sigurinn á Wolves.

Sigurinn var mikilvægur í baráttunni um Meistaradeildarsæti en Ten Hag sagði að þetta væri þó ekki tíminn til að gleðjast heldur þarf liðið að klára dæmið.

„Við áttum erfiða viku. Fyrir þremur dögum töpuðum við mikilvægum stigum útaf einstaklingsmistökum en við vorum líka orkulitlir. Það er ekki ásættanlegt en við svöruðum fyrir það í dag.“

„Við getum aldrei notað þreytu sem afsökun. Þegar þú ert leikmaður Manchester United þá verður þú að skila þínu. Þú verður að vera á pari við þann háa staðal sem er settur hér, skila góðri frammistöðu og taka ábyrgð sem einstaklingur og sem lið.“

„Sigurinn í dag er þýðingarlaus ef þú ert ekki meðal þriggja eða fjögurra efstu. Við verðum að berjast fyrir því og til þess þarftu að halda ró þinni. Þú þarft að hafa rétta orkustigið þannig við getum barist og séð til þess að koma þessu yfir línuna.“

„Við erum með grunn svona miðað við hvernig við spilum. Þegar það kemur að kúlturnum erum við einnig með grunn, en við vitum að við þurfum að taka þetta mikilvæga næsta skref til að berjast við efstu tvö liðin.“


„Við verðum að sjá þetta frá víðara sjónarhorni. Við höfum oft haldið hreinu og held ég oftast í deildinni en við höfum líka átt slæm töp og skorum ekki svo auðveldlega. Aftur í dag var markvörður andstæðingsins maður leiksins. Þetta gerist oft hjá okkur og við erum ansi góðir í þessu.“

„Á þessu augnabliki er enginn tími til að gleðjast. Við þurufm að halda áfram að vinna og bæta okkur. Gera liðið klárt en fá þessa bætingu. Þetta er það sem ég fer fram á við alla hjá félaginu,“ sagði Ten Hag.
Athugasemdir
banner
banner