Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 13. maí 2023 07:00
Ívan Guðjón Baldursson
Ter Stegen fær mark á sig í þriðja hverjum leik
Mynd: Getty Images

Barcelona er svo gott sem búið að vinna spænsku deildina og er það að stórum hluta varnarleik liðsins að þakka.


Marc-Andre ter Stegen hefur verið frábær á milli stanga liðsins en hann er aðeins búinn að fá ellefu mörk á sig í 33 leikjum á deildartímabilinu. Hann hefur því aðeins fengið mark á sig í þriðja hverjum deildarleik að meðaltali.

Þetta er magnað afrek í ljósi þess að næsti maður á lista er Jan Oblak með 20 mörk fengin á sig í 28 deildarleikjum.

Þar á eftir kemur Alex Meret, sem er búinn að fá 23 mörk á sig í 32 leikjum með Napoli, og honum fylgja menn á borð við Ivan Provedel hjá Lazio og Brice Samba hjá Rennes.


Athugasemdir
banner
banner