Man Utd eflir leit sína að liðsstyrk - David ofarlega á blaði - Ítölsk félög vilja Greenwood - Liverpool vill Olise
Orðinn markahæstur í sögu Njarðvíkur: Stoltur og stór áfangi fyrir mig
Chris Brazell: Dómarateymið bað okkur afsökunar
Gunnar Heiðar: Rosalega mikið sem gerðist á stuttum tíma
Eyjó Héðins: Aðalatriðið var bara að ná að troða honum inn
Hetja Hauka: Væri helvíti gaman að spila á Laugardalsvellinum
Haddi: Ég er farinn að kannast við mitt KA lið
Aron Bjarna: Mikilvægt að vinna þessa leiki
Fagnaði langþráðum sigri ÍA gegn KR - „Fékk afbrigði af Covid sem enginn hefur fengið"
Ingvar Jóns skilur ekkert: Hugsaði aldrei að hann myndi dæma víti
Arnar Gunnlaugs fámáll - „Umræðan um Víking er orðin fáranleg“
Arnar Grétars: Mér fannst við miklu betri í dag
Gylfi: Ingvar reyndi að taka mig á taugum
Þorsteinn Aron: Ömurlegir í fyrri og alvöru karakter að koma til baka
Viktor Jóns: Loksins að sýna hvað ég get
Rúnar Kristins: Auðveldara að sækja gegn vindinum en með
Jón Þór: Fyllilega verðskuldað og rúmlega það
Emil Atla: Ánægður með árásargirnina hjá okkar liði
Heimir: Varnarleikur liðsins er bara ekki nógu góður
Jökull: Hann tók þetta í sínar eigin hendur
Ómar Ingi: Við þurftum að fara út og gera bara eitthvað
   fim 13. júní 2024 21:41
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Rúnar mjög ósáttur - „Menn gáfust upp"
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Fram er úr leik í Mjólkurbikarnum eftir 3-0 tap gegn KA í átta liða úrslitum í kvöld. Fótbolti.net ræddi við Rúnar Kristinsson þjáflara Fram eftir leikinn.


Lestu um leikinn: KA 3 -  0 Fram

„Maður er mjög ósáttur við okkar leik í dag. Við áttum ekkert skilið, KA menn miklu grimmari á öllum sviðum og betri en við. Við vorum ekki með frá upphafi til enda. Maður er pirraður að fá á sig mark úr föstu leikatriði snemma í leiknum þegar við erum komnir hingað til að gera þeim erfitt fyrir í byrjun og reyna fá leikinn í þann farveg sem hentar okkur betur en þeim," sagði Rúnar.

Það kom lítið út úr sóknarleik Fram í kvöld.

„Skilaboðin í fyrri og seinni hálfleik voru í raun og veru svipuð. Þora að koma hingað og vinna fótboltaleik en við gerðum það ekki í fyrri hálfleik. Þá vorum við að senda langa bolta of snemma þegar við þurftum þess ekki. Í staðin fyrir að halda boltanum aðeins og færa KA mennina eitthvað og búa til svæði sem við getum nýtt okkur," sagði Rúnar.

„Þegar við gerðum það þá fáum við hörku sénsa og Alex Freyr fær hörku séns til að jafna en við gerðum það alltof sjaldan. Þegar við náum þessum góða kafla þá eru KA menn farnir að bakka aðeins og eru hræddir um að missa fenginn hlut. Við náum aðeins að halda boltanum en mér fannst við ekki ná að skapa neitt og um leið og annað markið kemur þá er þetta búið og menn gáfust upp."


Athugasemdir
banner
banner
banner