Semenyo og Neves orðaðir við Man Utd - Maresca á blaði hjá City - Atletico hefur áhuga á Rashford
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
Kiddi Jóns framlengir - Var í viðræðum við annað félag
Jóladagatalið: Elínborg gaf viðtal í sturtu eftir leik
Fer yfir næstu skref á Laugardalsvelli - „Setjum mikla pressu á þetta“
Jóladagatalið: Hugleysingjar dauðans
Jóladagatalið: Eiður Smári gekk út úr viðtali
Óþægileg óvissa en gerðist svo hratt - „Þarf að byrja á að virða þetta skref"
Jóladagatalið: Dansaði að hætti Boris Lumbana
Jóladagatalið: Fituprósenta og Framsókn
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
Andri Rafn: Ákveðinn léttir og mikil gleði að ná fyrsta sigrinum
banner
   fim 13. júní 2024 21:41
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Rúnar mjög ósáttur - „Menn gáfust upp"
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Fram er úr leik í Mjólkurbikarnum eftir 3-0 tap gegn KA í átta liða úrslitum í kvöld. Fótbolti.net ræddi við Rúnar Kristinsson þjáflara Fram eftir leikinn.


Lestu um leikinn: KA 3 -  0 Fram

„Maður er mjög ósáttur við okkar leik í dag. Við áttum ekkert skilið, KA menn miklu grimmari á öllum sviðum og betri en við. Við vorum ekki með frá upphafi til enda. Maður er pirraður að fá á sig mark úr föstu leikatriði snemma í leiknum þegar við erum komnir hingað til að gera þeim erfitt fyrir í byrjun og reyna fá leikinn í þann farveg sem hentar okkur betur en þeim," sagði Rúnar.

Það kom lítið út úr sóknarleik Fram í kvöld.

„Skilaboðin í fyrri og seinni hálfleik voru í raun og veru svipuð. Þora að koma hingað og vinna fótboltaleik en við gerðum það ekki í fyrri hálfleik. Þá vorum við að senda langa bolta of snemma þegar við þurftum þess ekki. Í staðin fyrir að halda boltanum aðeins og færa KA mennina eitthvað og búa til svæði sem við getum nýtt okkur," sagði Rúnar.

„Þegar við gerðum það þá fáum við hörku sénsa og Alex Freyr fær hörku séns til að jafna en við gerðum það alltof sjaldan. Þegar við náum þessum góða kafla þá eru KA menn farnir að bakka aðeins og eru hræddir um að missa fenginn hlut. Við náum aðeins að halda boltanum en mér fannst við ekki ná að skapa neitt og um leið og annað markið kemur þá er þetta búið og menn gáfust upp."


Athugasemdir
banner
banner
banner