Leikmaður Atalanta orðaður við Man Utd - Ferguson gæti farið til West Ham - Liverpool og PSG reyna við Cherki
   mán 13. júlí 2015 12:30
Hafliði Breiðfjörð
Pepsi-deildin
Einar Orri: Held að Halldór Kristinn fái rautt í kvöld
Einar Orri fær að líta gula spjaldið gegn ÍBV fyrr í sumar. Hann býst við að rauða spjaldið fari á loft í kvöld.
Einar Orri fær að líta gula spjaldið gegn ÍBV fyrr í sumar. Hann býst við að rauða spjaldið fari á loft í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
,,Við finnum ekki betri leik að snúa öllu dæminu en akkúrat þennan leik. Það myndi gefa okkur þvílíka innspýtingu fyrir seinni umferðina.''
,,Við finnum ekki betri leik að snúa öllu dæminu en akkúrat þennan leik. Það myndi gefa okkur þvílíka innspýtingu fyrir seinni umferðina.''
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
,,Þeir hafa komið mjög faglega inn í þetta og komið mér aðeins á óvart. Það er spes að vera með tvo aðalþjálfara en það er eitthvað inn í dag.''
,,Þeir hafa komið mjög faglega inn í þetta og komið mér aðeins á óvart. Það er spes að vera með tvo aðalþjálfara en það er eitthvað inn í dag.''
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ég held að við séum allir klárir í þetta og gerum okkur grein fyrir því hversu mikilvægur leikur þetta er," sagði Einar Orri Einarsson leikmaður Keflavíkur við Fótbolta.net í dag en liðið er að fara að mæta Leikni í gríðarlega mikilvægum leik í Pepsi-deild karla klukkan 19:15 í kvöld.

Keflavík er í botnsæti deildarinnar með 4 stig fyrir leikinn en Leiknir í 9. sæti með 9 stig. ÍA sem er í 8. sæti með 12 stig vann ÍBV í næst neðsta sætinu í gær 3-1.

„Við megum alls ekki tapa þessum leik því þá fara þeir lengra í burtu frá okkur og miðað við úrslitin í gær væri rosalega gott fyrir okkur að vinna þetta því þá værum við komnir í einn stóran pakka þarna. Við erum samt ekki að setja þetta upp sem úrslitaleik, það er erfitt að gera það með síðasta leik í fyrri umferð. En þú færð ekki mikið betri leik en þennan til að koma liðinu í gang."

Er með nokkra veika punkta á Halldór Kristinn
Halldór Kristinn Halldórsson miðvörður Leiknis spilaði með Keflavík undanfarin ár áður en hann sneri heim til uppeldisfélagsins í vetur.

„Það er alltaf eitthvað af kyndingum. Í þokkabót er hann að vinna með mér á sömu bílaleigunni, hann er reyndar í Reykjavík og ég í Keflavík. Við þurfum samt að hafa samskipti okkar á milli hérna."

„Ég er aðeins byrjaður að peppa þetta í gang en hann er svo rólegur hann Dóri og erfitt að ná honum upp. En það er ekkert mál inni á velllinum, þar er það ekkert mál. Ég held að hann fái rautt í kvöld, ég er með nokkra veika punkta á hann."


Þjálfarateymið komið á óvart
Keflavík spilaði síðast leik 30. júní gegn Stjörnunni sem tapaðist 1-2 en hvað hafa þeir gert síðan þá?

„Við erum búnir að vera í tveggja vikna pásu. Spiluðum leik gegn Stjörnunni og tókum hann úr kerfinu daginn eftir og svo kom sígildur frídagur og helgarfrí í kjölfarið. Ég held að menn hafi hvílt sig vel og svo byrjuðum við á fínni keyrslu á mánudeginum sem hefur verið að stigvaxast. Við höfum alltaf verið með hugann við þennan leik og ég held við séum vel tilbúnir í hann."

Jóhann Birnir Guðmundsson og Haukur Ingi Guðnason eru saman þjálfara með Keflavík en þeir tóku við af Kristjáni Guðmundssyni í síðasta mánuði.

„Ég spilaði með Hauki þegar hann var síðast í Keflavík og Jóa hef ég spilað með í mörg ár og við höfum alltaf náð saman hvort sem við tölum um Man Utd eða Keflvískan fótbolta eða eitthvað annað."

„Þeir hafa komið mjög faglega inn í þetta og komið mér aðeins á óvart. Það er spes að vera með tvo aðalþjálfara en það er eitthvað inn í dag. Það getur alveg gengið sé ég. Þeir eru búnir að skipuleggja sig vel og það er enginn einn til hliðar heldur hafa þeir bara sitthvort verkefnið. Mér persónulega hefur fundist vera stígandi hjá okkur, við vorum ekki góðir á móti ÍA en annars verið léttara og betra yfir þessu."

„Ég hef fulla trú á að þetta fari að detta okkar megin. Við finnum ekki betri leik að snúa öllu dæminu en akkúrat þennan leik. Það myndi gefa okkur þvílíka innspýtingu fyrir seinni umferðina. Með sigri í kvöld gætum við hoppað yfir lið í næstu umferð í stað þess að vera einir og yfirgefnir niðri."


Það eru tveir leikir í Pepsi-deildinni í kvöld og verða þeir að sjálfsögðu báðir í beinum textalýsingum hér á Fótbolta.net
19:15 Leiknir R.-Keflavík (Leiknisvöllur)
20:00 Breiðablik-Fjölnir (Kópavogsvöllur)
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner