Rashford vill fara til Barcelona - Man Utd gæti reynt að skipta á Rashford og Osimhen - Ferguson og Williams orðaðir við Arsenal
   mán 13. júlí 2015 19:06
Ívan Guðjón Baldursson
Farid Zato frjáls ferða sinna: Finn ekkert fyrir meiðslunum
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Abdel-Farid Zato-Arouna, betur þekktur sem Farid Zato, fótbrotnaði í vetur og hefur verið að æfa með Kára á Akranesi undanfarna mánuði.

Farid byrjaði ekki að spila fyrir Kára fyrr en um miðjan júní og hefur verið algjör lykilmaður í liðinu síðan þá. Kári hefur sigrað fjóra leiki í röð með Farid í byrjunarliðinu og er miðjumaðurinn öflugi búinn að gera tvö mörk.

Farid er 23 ára gamall og á þrjá landsleiki að baki með A-landsliði Tógó. Farid er gæðamikill leikmaður eins og áhorfendur íslenska boltans vita, sérstaklega eftir síðasta sumar þar sem hann vann Borgunarbikarinn með KR.

Landslið Tógó hafði samband við Farid í byrjun júní en hann þurfti að hafna kallinu vegna þess að hann var ekki alveg klár í slaginn, sem hann er þó núna.

„Ég er 100% klár í slaginn og finn ekkert fyrir meiðslunum. Ég er búinn að spila fjóra leiki fyrir Kára og mér líður mjög vel," sagði Farid í samtali við Fótbolta.net.

„Ég var að taka auka æfingar með Sigga Jóns og það átti stóran þátt í að hjálpa mér að ná fullum bata og gera mig tilbúinn til að spila aftur á hærra stigi."

Nokkur félög eru í viðræðum við Farid sem segist hlusta á öll tilboð. Farid er ekki samningsbundinn Kára og því frjáls ferða sinna er félagsskiptaglugginn opnar á miðvikudaginn.
Athugasemdir
banner
banner
banner