Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mán 13. júlí 2020 14:00
Magnús Már Einarsson
Benteke í banni út tímabilið - Hodgson ósáttur við hann
Mynd: Getty Images
Christian Benteke verður í leikbanni í síðustu þremur leikjum tímabilsins í ensku úrvalsdeildinni eftir að hann fékk að líta rauða spjaldið eftir leik í 2-0 tapinu gegn Aston Villa í gær.

Það sauð upp úr á mill leikmanna eftir leikinn í gær og Martin Atkinson, dómari, sýndi Benteke rauða spjaldið eftir að hann sparkaði í Ezri Konsa varnarmann Aston Villa.

„Þetta er óafsakanlegt. Þannig er það," sagði Roy Hodgson, stjóri Crystal Palace, reiður.

„Þú veist að þegar þú sparkar í andstæðinginn og dómarinn sér það þá ertu rekinn út af. Það hefur verið þannig í fótboltanum svo lengi sem ég man eftir mér."

„Það sem Christian getur gert er að biðja liðsfélagana afsökunar og taka refsingunni sem hann fær."

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner