Pickford framlengir við Everton - Barcelona hyggst kaupa Rashford - Ekki framlengt við Lewandowski
   mán 30. júní 2025 13:30
Elvar Geir Magnússon
Lið og leikmaður 10. umferðar - „Það á enginn séns í okkur maður“
Lengjudeildin
Bergvin Fannar Helgason er leikmaður umferðarinnar.
Bergvin Fannar Helgason er leikmaður umferðarinnar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ibrahima Balde fór mikinn í Grafarvoginum.
Ibrahima Balde fór mikinn í Grafarvoginum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Aron Birkir stendur í rammanum.
Aron Birkir stendur í rammanum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Eins og oft áður er lið umferðarinnar í Lengjudeildinni ansi sóknarsinnað enda voru margir leikmenn á skotskónum í 10. umferð deildarinnar. ÍR-ingum héldu engin bönd gegn Grindavík og þeir unnu 6-1 sigur og halda toppsætinu.

LEIKMAÐUR UMFERÐARINNAR:
Hinn stóri og stæðilegi Bergvin Fannar Helgason er leikmaður umferðarinnar. Þrenna í húsi og tvær stoðsendingar að auki frá fremsta manni ÍR. - „Já, það er erfitt að stoppa okkur í föstum leikatriðum. Sjáðu líka hæðina í þessu liði, meðalhæðin er 1,95, það á enginn séns í okkur maður," sagði Bergvin meðal annars í viðtali eftir leik.



Jóhann Birnir Guðmundsson er þjálfari umferðarinnar og þeir Marc McAusland og Víðir Freyr Ívarsson, sem skoraði tvö mörk, eru einnig í liði umferðarinnar.

ÍR-ingar eru enn taplausir og það sama á við um Njarðvíkinga sem eru í öðru sæti. Njarðvík vann þrusuflottan sigur gegn Keflavík í grannaslag. Oumar Diouck lagði upp fyrsta mark Njarðvíkinga og skoraði svo annað markið. Valdimar Jóhannsson og Kenneth Hogg voru einnig virkilega góðir í leiknum.

Þróttur og HK gerðu 2-2 jafntefli og sömu úrslit urðu hjá Selfyssingum og Leiknismönnum. Á Selfossi skoraði Aron Fannar Birgisson tvö mörk fyrir heimamenn og var valinn maður leiksins.

Fylkir vann nauðsynlegan 4-1 útisigur gegn Grindavík þar sem reynsluboltarnir Emil Ásmundsson og Ragnar Bragi Sveinsson fá sæti í úrvalsliðinu en Emil var meðal markaskorara Árbæinga.

Aron Birkir Stefánsson var eini markvörðurinn sem hélt hreinu en Þór slátraði Fjölni 5-0 í Grafarvoginum. Ibrahima Balde skoraði þrennu og var maður leiksins en Aron Ingi Magnússon átti einnig mjög góðan leik.

Fyrri úrvalslið:
9. umferð - Dagur Orri Garðarsson (HK)
8. umferð - Óðinn Bjarkason (ÍR)
7. umferð - Ármann Ingi Finnbogason (Grindavík)
6. umferð - Ívar Arnbro Þórhallsson (Völsungur)
5. umferð - Jóhann Þór Arnarsson (HK)
4. umferð - Elfar Árni Aðalsteinsson (Völsungur)
3. umferð - Gabríel Aron Sævarsson (Keflavík)
2. umferð - Ibrahima Balde (Þór)
1. umferð - Gabríel Aron Sævarsson (Keflavík)
Lengjudeild karla
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Þór 22 14 3 5 51 - 31 +20 45
2.    Njarðvík 22 12 7 3 50 - 25 +25 43
3.    Þróttur R. 22 12 5 5 43 - 37 +6 41
4.    HK 22 12 4 6 46 - 29 +17 40
5.    Keflavík 22 11 4 7 53 - 39 +14 37
6.    ÍR 22 10 7 5 38 - 27 +11 37
7.    Völsungur 22 7 4 11 36 - 52 -16 25
8.    Fylkir 22 6 5 11 34 - 32 +2 23
9.    Leiknir R. 22 6 5 11 24 - 40 -16 23
10.    Grindavík 22 6 3 13 38 - 61 -23 21
11.    Selfoss 22 6 1 15 25 - 44 -19 19
12.    Fjölnir 22 3 6 13 32 - 53 -21 15
Athugasemdir