Gera lokatilraun til að lokka Bruno Fernandes - Höjlund til Napoli - Rodgers aftur í úrvalsdeildina?
banner
   þri 08. júlí 2025 12:17
Elvar Geir Magnússon
Lið og leikmaður 11. umferðar - Hefði viljað reyna við þrennuna lengur
Lengjudeildin
Dominik Radic er leikmaður umferðarinnar.
Dominik Radic er leikmaður umferðarinnar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
McAusland var valinn maður leiksins í sigri ÍR á Fylki.
McAusland var valinn maður leiksins í sigri ÍR á Fylki.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fjölnir vann Leikni.
Fjölnir vann Leikni.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
ÍR og Njarðvík eru áfram taplaus í Lengjudeildinni en Njarðvíkingar unnu 5-1 stórsigur á útivelli gegn Grindavík.

LEIKMAÐUR UMFERÐARINNAR:
„Skoraði tvö mörk og var líflegur. Tekinn útaf eftir 70 mínútur og hefði eflaust viljað reyna við þrennuna lengur," skrifaði Stefán Marteinn Ólafsson í skýrslu sinni um leikinn þar sem Dominik Radic var valinn maður leiksins í sigri Njarðvíkinga. Króatíski sóknarmaðurinn er leikmaður umferðarinnar.



Gunnar Heiðar Þorvaldsson er þjálfari umferðarinnar og skemmtikrafturinn Amin Cosic, sem skoraði og lagði upp gegn Grindavík, er í liði umferðarinnar.

Marc McAusland heldur áfram að vera hrikalega drjúgur fyrir ÍR-inga sem tróna á toppnum. ÍR vann 2-1 útisigur gegn Fylki á föstudag. Fylkir á fulltrúa í liðinu því Emil Ásmundsson var besti maður vallarins á meðan hann spilaði.

Köngulóarmaðurinn Tumi Þorvarsson skoraði og var maður leiksins í 3-1 endurkomusigri HK gegn Völsungi. HK er í þriðja sæti deildarinnar.

Keflvíkingar náðu sér í sex stig á einni viku, liðið vann Selfoss 3-2 á fimmtudaginn og síðan 4-1 útisigur gegn Grindavík í frestuðum leik sem var spilaður í gær. Við tökum þann leik með inn í val þessarar umferðar þó hann tilheyri 6. umferðinni.

Muhamed Alghoul skoraði eitt og var valinn maður leiksins gegn Selfossi. Kári Sigfússon skoraði eitt og var valinn maður leiksins gegn Grindavík. Marin Mudrazija skoraði tvívegis gegn Grindvíkingum.

Þróttur gerði góða ferð til Akureyrar og vann í Boganum. Eiríkur Þorsteinsson Blöndal skoraði drauma sigurmark og Þórhallur Ísak Guðmundsson, Laddi, var öflugur í marki Þróttara.

Þá vann Fjölnir mikilvægan 1-0 útisigur gegn Leikni í fallbaráttuslag í Breiðholtinu. Þengill Orrason, lánsmaður frá Fram, var valinn besti maður vallarins.

Fyrri úrvalslið:
10. umferð - Bergvin Fannar Helgason (ÍR)
9. umferð - Dagur Orri Garðarsson (HK)
8. umferð - Óðinn Bjarkason (ÍR)
7. umferð - Ármann Ingi Finnbogason (Grindavík)
6. umferð - Ívar Arnbro Þórhallsson (Völsungur)
5. umferð - Jóhann Þór Arnarsson (HK)
4. umferð - Elfar Árni Aðalsteinsson (Völsungur)
3. umferð - Gabríel Aron Sævarsson (Keflavík)
2. umferð - Ibrahima Balde (Þór)
1. umferð - Gabríel Aron Sævarsson (Keflavík)
Lengjudeild karla
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Þór 19 12 3 4 45 - 26 +19 39
2.    Þróttur R. 19 11 5 3 38 - 29 +9 38
3.    Njarðvík 19 10 7 2 43 - 22 +21 37
4.    HK 19 10 4 5 37 - 25 +12 34
5.    ÍR 19 9 7 3 32 - 20 +12 34
6.    Keflavík 19 9 4 6 45 - 33 +12 31
7.    Völsungur 19 5 4 10 32 - 47 -15 19
8.    Grindavík 19 5 3 11 35 - 55 -20 18
9.    Fylkir 19 4 5 10 29 - 29 0 17
10.    Leiknir R. 19 4 5 10 19 - 36 -17 17
11.    Selfoss 19 5 1 13 21 - 36 -15 16
12.    Fjölnir 19 3 6 10 29 - 47 -18 15
Athugasemdir