Lars Lagerback landsliðsþjálfari ræddi við fjölmiðla á hóteli landsliðsins í dag en Ísland mætir Færeyjum annað kvöld í vináttulandsleik.
„Við notum leikinn sem undirbúning og reynum að einbeita okkur að leikjunum gegn Sviss og Albaníu. Þetta er mikilvægur undirbúningur fyrir það verkefni. Við vitum að með þremur sigrum í síðustu leikjunum í undankeppni HM tryggjum við okkur annað sætið en þetta er jöfn barátta," sagði Lars í dag.
„Þeir stóðu sig vel á æfingu í dag. Eins og oft er með nýliða þá virka þeir svolítið feimnir en þeir líta vel út. Þetta eru spennandi leikmenn og ég vona að þeir geti stigið skref í átt að því að verða mikilvægir fyrir íslenska landsliðið."
Viðtalið má sjá í heild í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir