Madueke og Gyökeres til Arsenal - Kudus til Tottenham - Chelsea þarf að selja
Halli: Er ekkert í þessu til að hefna fyrir eitt né neitt
Halli Hróðmars: Orðið ansi þungt leik eftir leik
Úlfur Ágúst: Ég reyndi og sem betur fer fór hann inn
Jökull: Við vorum líklegri og sköpuðum betri færi
Heimir Guðjóns: Vítið sem Stjarnan fékk var rangur dómur
„Ekki búin að því og ég veit ekki hvort maður muni gera það"
Svaf ekki mikið - „Þurfum að nota þetta sem spark í rassinn"
Sár, svekkt og leið - „Ég er ekki sú ferskasta núna"
„Þetta er ekki upplifun sem ég hef fengið áður"
Steini: Ég er með samning áfram
Guðrún: Mikið af knúsum og ekki mikið af orðum
Cecilía: Leiðinlegt að hafa ekki gert meira fyrir þau
Karólína Lea: Það er langt síðan ég hef grenjað svona
Magnað viðtal við Glódísi - „Mun aldrei fyrirgefa mér það"
Ingibjörg meyr: Við ætlum að fokking vinna Noreg
Dagný: Ég hefði viljað ná að brjóta
Haddi: Ég skil ekki af hverju allir efast um Viðar
Ívar Örn: Það fer okkur mjög vel að spila hér í Laugardalnum
Grímsi: Vonandi er stíflan brostin sem ég er búinn að vera að glíma við
Óskar Hrafn: Ekkert grín að vera með þrjá fullvaxta karlmenn sem fá að faðma þig
   fös 13. september 2013 19:48
Alexander Freyr Tamimi
Árni Vilhjálms: Mín fyrsta dýfa á ferlinum
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Árni Vilhjálmsson, framherji Breiðabliks, var svekktur eftir 1-1 jafntefli liðsins gegn Val í Pepsi-deildinni í kvöld.

Lestu um leikinn: Valur 1 -  1 Breiðablik

,,Miðað við færin sem við fáum, eigum við að geta lokað þessum leik. Því miður náðum við ekkiað skora þetta seinna mark í dag,“ sagði Árni eftir leikinn.

Árni skoraði laglegt mark þegar hann jafnaði metin fyrir Blika og segist hann hafa fengið góð ráð frá félaga sínum.

,,Góður félagi minn, Lárinn, sagði mér fyrir leik að ef ég fengi færi í dag ætti ég að skjóta upp. Það heppnaðist, þetta var rétt hjá honum. Ég á honum mikið að þakka.“

Árni fékk að líta gult spjald fyrir leikaraskap í seinni hálfleiknum og viðurkennir hann að hafa bara dýft sér.

,,No comment.. Þetta var svolítið lélegt af minni hálfu, ég hélt að hann væri að koma með snertinguna. Þetta er held ég mín fyrsta dýfa frá því að ég byrjaði að æfa fótbolta. Þið sjáið hversu lélegur ég er í þessu, ég er algerlega hættur núna,“ sagði Árni.
Athugasemdir
banner
banner