Kerfisbreyting hjá Man Utd? - Nunez var nálægt Sádi - Stórlið vilja Dean Huijsen - Ratcliffe að reka fleiri?
„Innst inni held ég að allir hafi skilning fyrir þessu“
Tími kominn til að taka skrefið - „Hitti hann á göngugötunni á Tenerife"
„Pældi bara í því sem var á borðinu og Víkingur var númer eitt"
Ánægður með Þungavigtarbikarinn: Öðruvísi að hafa æfingaleikina sem mót
Dóri Árna: Erum í leit að hafsent og senter
Óli Valur skoraði gegn gömlu félögunum: Virkilega gaman, toppmenn
Markus Nakkim: Besta ákvörðunin fyrir mig að koma til Íslands
Unnur skiptir um félag í fyrsta sinn - „Þurfti á þessu að halda"
„Einhver áhugi en Stjarnan var alltaf að fara að vera valin"
Óskar Hrafn um félagskiptamarkaðinn: Verðum ekki mjög aktívir
Gylfi hefur heyrt í Arnari: Samband okkar hefur ekkert breyst
Sölvi Snær á varnaræfingum KSÍ: Fer betri leikmaður útaf þessum æfingum
Jörundur Áki: Þeir hafa margt fram að færa sem krakkarnir geta lært af
Hugurinn leitaði heim eftir góð ár í Árbæ - „Var svolítið ákveðin"
Norðurálsmótið 40 ára í sumar
Kári Árna: Týndu synirnir eru komnir aftur heim
Viktor Bjarki aðstoðar Sölva: Verið draumur mjög lengi
Sölvi fengið góðan skóla og stígur nú í stóra skó - „Búinn að heilaþvo mann síðustu sex árin"
Endurnýjar kynnin við Arnar - „Vona að hann hafi lært eitthvað"
Arnar í draumastarfið: Ótrúlega ljúft en að sama skapi smá sorg
banner
   fös 13. september 2013 19:48
Alexander Freyr Tamimi
Árni Vilhjálms: Mín fyrsta dýfa á ferlinum
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Árni Vilhjálmsson, framherji Breiðabliks, var svekktur eftir 1-1 jafntefli liðsins gegn Val í Pepsi-deildinni í kvöld.

Lestu um leikinn: Valur 1 -  1 Breiðablik

,,Miðað við færin sem við fáum, eigum við að geta lokað þessum leik. Því miður náðum við ekkiað skora þetta seinna mark í dag,“ sagði Árni eftir leikinn.

Árni skoraði laglegt mark þegar hann jafnaði metin fyrir Blika og segist hann hafa fengið góð ráð frá félaga sínum.

,,Góður félagi minn, Lárinn, sagði mér fyrir leik að ef ég fengi færi í dag ætti ég að skjóta upp. Það heppnaðist, þetta var rétt hjá honum. Ég á honum mikið að þakka.“

Árni fékk að líta gult spjald fyrir leikaraskap í seinni hálfleiknum og viðurkennir hann að hafa bara dýft sér.

,,No comment.. Þetta var svolítið lélegt af minni hálfu, ég hélt að hann væri að koma með snertinguna. Þetta er held ég mín fyrsta dýfa frá því að ég byrjaði að æfa fótbolta. Þið sjáið hversu lélegur ég er í þessu, ég er algerlega hættur núna,“ sagði Árni.
Athugasemdir
banner
banner