Gallagher á lán til Man Utd? - Villa hefur áhuga á Johnson - Tottenham hefur hætt við að reyna að fá Semenyo
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
Kiddi Jóns framlengir - Var í viðræðum við annað félag
Jóladagatalið: Elínborg gaf viðtal í sturtu eftir leik
Fer yfir næstu skref á Laugardalsvelli - „Setjum mikla pressu á þetta“
Jóladagatalið: Hugleysingjar dauðans
Jóladagatalið: Eiður Smári gekk út úr viðtali
   fös 13. september 2013 19:48
Alexander Freyr Tamimi
Árni Vilhjálms: Mín fyrsta dýfa á ferlinum
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Árni Vilhjálmsson, framherji Breiðabliks, var svekktur eftir 1-1 jafntefli liðsins gegn Val í Pepsi-deildinni í kvöld.

Lestu um leikinn: Valur 1 -  1 Breiðablik

,,Miðað við færin sem við fáum, eigum við að geta lokað þessum leik. Því miður náðum við ekkiað skora þetta seinna mark í dag,“ sagði Árni eftir leikinn.

Árni skoraði laglegt mark þegar hann jafnaði metin fyrir Blika og segist hann hafa fengið góð ráð frá félaga sínum.

,,Góður félagi minn, Lárinn, sagði mér fyrir leik að ef ég fengi færi í dag ætti ég að skjóta upp. Það heppnaðist, þetta var rétt hjá honum. Ég á honum mikið að þakka.“

Árni fékk að líta gult spjald fyrir leikaraskap í seinni hálfleiknum og viðurkennir hann að hafa bara dýft sér.

,,No comment.. Þetta var svolítið lélegt af minni hálfu, ég hélt að hann væri að koma með snertinguna. Þetta er held ég mín fyrsta dýfa frá því að ég byrjaði að æfa fótbolta. Þið sjáið hversu lélegur ég er í þessu, ég er algerlega hættur núna,“ sagði Árni.
Athugasemdir
banner