Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   sun 13. september 2020 15:58
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Sveinn Aron Guðjohnsen til OB (Staðfest)
Sveinn Aron er lykilmaður í U21 landsliðinu.
Sveinn Aron er lykilmaður í U21 landsliðinu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sveinn Aron Guðjohnsen er farinn til danska úrvalsdeildarfélagsins OB á láni frá Spezia.

Spezia er komið upp í ítölsku úrvalsdeildina og Sveinn Aron verður ekki með þeim þar á komandi leiktíð. Hinn 22 ára gamli Sveinn Aron skoraði þrjú mörk í 16 leikjum fyrir Spezia á síðustu leiktíð.

Aron Elís Þrándarson leikur einnig með OB sem leikur sinn fyrsta leik í dönsku úrvalsdeildinni á nýju tímabili gegn FC Kaupmannahöfn í dag.

Sveinn Aron, sem er sonur Eiðs Smára Guðjohnsen, er lykilmaður í U21 landsliðinu og skoraði sigurmark gegn Svíþjóð í leik á dögunum.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner