Magnús Már Einarsson skrifar frá Osló

,,Þetta hefur verið mjög góð undankeppni hjá íslenska landsliðinu og tel verðskuldað að þeir endi í 2. sæti eins og er líklegt að verði niðurstaðan," sagði Morten Stokstad íþróttafréttamaður á TV 2 í Noregi í samtali við Fótbolta.net í dag.
Ísland mætir Norðmönnum í lokaleik riðilsins á þriðjudag og þarf að ná hagstæðari úrslitum en Slóvenía sem mætir Sviss á sama tíma til að tryggja sæti í umspili á HM.
Ísland mætir Norðmönnum í lokaleik riðilsins á þriðjudag og þarf að ná hagstæðari úrslitum en Slóvenía sem mætir Sviss á sama tíma til að tryggja sæti í umspili á HM.
,,Noregur hefur heimavöllinn en íslenska liðið er betra í augnablik svo ég tel að þetta sé 50/50 leikur. Jafnvel þó að Ísland vinni ekki þá fara þeir líklega áfram svo þið getið slakað á," sagði Stokstad brosandi.
Hann býst við að stuðningsmenn norska landsliðsins muni samgleðjast Íslendingum ef Ísland nær umspilssæti.
,,Þar sem að Norðmenn eru hvort sem er úr leik þá munu margir klappa fyrir Íslendingum. Ef þið farið til Brasilíu þá munu margir Norðmenn halda með Íslendingum."
Stokstad ferðast víða í starfi sínu hjá TV 2 og hann sá magnaða endurkomu Íslands gegn Sviss í 4-4 jafntefli liðanna í síðasta mánuði.
,,Það var ótrúlegur leikur. Liðsandinn og styrkurinn sem Ísland sýndi þar er eitthvað sem norska liðið í dag gæti aldrei gert. Þið hafið mjög öfluga leikmenn sem eru andlega og líkamlega sterkir."
Gengi Norðmanna hefur verið undir væntingum í undankeppninni en liðið tapað á föstudag 3-0 gegn Slóvenum í fyrsta leik undir stjórn Per-Mathias Høgmo.
,,Egil ,,Drillo" Olsen náði ekki nógu miklu út úr liðinu en hann er farinn núna. Norska liðið reyndi að spila öðruvísi gegn Slóvenum og einhverjir myndu segja á jáklæðan hátt en við vorum ekki nógu góðir. Það eru mjög svartir tímar hjá norska landsliðinu í augnablikinu."
Hér að ofan má sjá viðtalið í heild sinni.
Athugasemdir