Xavi Simons, Baleba, Höjlund, Akliouche, Kevin, Dibling, Garnacho og fleiri góðir í slúðri dagsins
Alli Jói: Heyrði umræðu um að það yrðu ellefu lið að berjast um eitthvað, og svo Völsungur
Siggi Höskulds: Fannst við stúta þeim í 80 mínútur
Halli Hróðmars: Það var ákveðið andleysi
Haraldur Freyr: Sigurinn hefði getað endað stærri
Matti Guðmunds: Jordyn Rhodes komin í toppform og með sjálfstraust
Úlfa Dís: Prófa alltaf að skjóta þegar ég er með pláss
Jóhann Birnir: Þýðir ekkert fyrir okkur að horfa á töfluna
Venni: Við erum ekki það litlir að við þorum ekki að horfa á toppinn
Jordyn Rhodes: Fyrsta þrennan á ferlinum
Kom af bekknum og varð hetja Þróttara - „Erfitt fyrir Venna að velja"
Gunnar Heiðar: Við erum bara að fókusa á það sem við erum að gera
„Finnst í þessum undanförnum leikjum það vera auðveldara fyrir andstæðinginn að skora heldur en okkur"
Kalli um mark Úlfu Dísar: Eitthvað sturlað og ekki í fyrsta sinn sem ég sé þetta
Bjarni Jó: Meiri stíll yfir okkur
Hemmi Hreiðars: Rándýr dómaramistök
Jón Daði: Dreymdi um þessa byrjun
Gústi Gylfa: Sást í augum leikmanna að menn vildu vinna
Óli Íshólm: Get ekki verið að tittlingast með þeim en get þetta
Arnar Grétars: Eins og að lifa Groundhog day aftur og aftur
Höskuldur: Adrenalínið drekkir þeirri þreytu
   sun 13. október 2013 21:30
Magnús Már Einarsson
Morten Stokstad: Verðskuldað ef Ísland endar í 2. sæti
Magnús Már Einarsson skrifar frá Osló
Úr fyrri leik Íslands og Noregs.
Úr fyrri leik Íslands og Noregs.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
,,Þetta hefur verið mjög góð undankeppni hjá íslenska landsliðinu og tel verðskuldað að þeir endi í 2. sæti eins og er líklegt að verði niðurstaðan," sagði Morten Stokstad íþróttafréttamaður á TV 2 í Noregi í samtali við Fótbolta.net í dag.

Ísland mætir Norðmönnum í lokaleik riðilsins á þriðjudag og þarf að ná hagstæðari úrslitum en Slóvenía sem mætir Sviss á sama tíma til að tryggja sæti í umspili á HM.

,,Noregur hefur heimavöllinn en íslenska liðið er betra í augnablik svo ég tel að þetta sé 50/50 leikur. Jafnvel þó að Ísland vinni ekki þá fara þeir líklega áfram svo þið getið slakað á," sagði Stokstad brosandi.

Hann býst við að stuðningsmenn norska landsliðsins muni samgleðjast Íslendingum ef Ísland nær umspilssæti.

,,Þar sem að Norðmenn eru hvort sem er úr leik þá munu margir klappa fyrir Íslendingum. Ef þið farið til Brasilíu þá munu margir Norðmenn halda með Íslendingum."

Stokstad ferðast víða í starfi sínu hjá TV 2 og hann sá magnaða endurkomu Íslands gegn Sviss í 4-4 jafntefli liðanna í síðasta mánuði.

,,Það var ótrúlegur leikur. Liðsandinn og styrkurinn sem Ísland sýndi þar er eitthvað sem norska liðið í dag gæti aldrei gert. Þið hafið mjög öfluga leikmenn sem eru andlega og líkamlega sterkir."

Gengi Norðmanna hefur verið undir væntingum í undankeppninni en liðið tapað á föstudag 3-0 gegn Slóvenum í fyrsta leik undir stjórn Per-Mathias Høgmo.

,,Egil ,,Drillo" Olsen náði ekki nógu miklu út úr liðinu en hann er farinn núna. Norska liðið reyndi að spila öðruvísi gegn Slóvenum og einhverjir myndu segja á jáklæðan hátt en við vorum ekki nógu góðir. Það eru mjög svartir tímar hjá norska landsliðinu í augnablikinu."

Hér að ofan má sjá viðtalið í heild sinni.
Athugasemdir