Amorim gæti stigið frá borði ef slæmt gengi Man Utd heldur áfram - Bayern ætlar ekki að bjóða Sane hærri samning
Gylfi Tryggvason: Svo kemur Lotta bara með einhverja töfra
Karlotta: Ég er bara stolt af liðinu og þetta var góður sigur
John Andrews: Stundum þegar þú ert að spila hræddur þrýstir þér það upp á næsta stig
Óli Kristjáns: Bara feikilega ánægður
Álfa: Við viljum bara komast í úrslit
Eva Stefánsdóttir: Gríðarlega flott FH lið
Natasha: Sögðu bara að við ættum að rífa okkur í gang
Óskar með hausverk fyrir næsta leik: Sagði bara 'af hverju?'
Bryndís Rut: Extra sætt að hefna fyrir tapið í deildinni
Ída Marín: Uppáhalds skotið mitt er að vippa, geri það mikið í Bandaríkjunum
Jóhannes Karl: Þessar breytingar voru allar ósköp eðlilegar
Ali líður vel í Víkinni: Vona að ég get gefið til baka
Heimir fann lausn: Ekki gefa boltann á slæmum stöðum
Sölvi um mörkin: Þetta var góð pressa
Fékk svarið sem hann vildi fá - „Menn setjist á bekkinn og hugsi sinn gang"
Upplifði ógnvekjandi tíma í vetur - „Mjög þakklátur miðað við hvar maður var"
Æsingur eftir leik - „Illa að okkur vegið að saka okkur um að tefja"
Grímsi ósáttur að hafa verið bekkjaður - „Fáránlegt"
Ívar Ingimars: Frábært að fá þessa reynslu og máta sig við topplið í Bestu
Systurnar skoruðu báðar: Hún lætur mann stundum heyra það
   mán 13. október 2014 21:27
Magnús Már Einarsson
Lars Lagerback: Varnarleikurinn í heimsklassa
Icelandair
Lars Lagerback.
Lars Lagerback.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
,,Varnarlega var þetta nánast fullkominn leikur. Sóknarlega hefðum við getað farið betur með boltann en þegar við skorum gegn Hollendingum er mikilvægt að vera þolinmóðir og einbeita sér að vörninni. Við sögðum það við leikmenn í hálfleik. Auðvitað vildum við hafa boltann meira en varnarleikurinn var í heimsklassa. Við sköpuðum líka færi og markskotin enduðu 3-3. Það er til mismunandi leiðir til að spila fótbolta," sagði Lars Lagerback annar af landsliðsþjálfurum Íslands eftir magnaða 2-0 sigurinn á Hollandi í kvöld.

Arjen Robben, einn af betri sóknarmönnum heims, átti erfitt uppdráttar í kvöld en íslenska vörnin lokaði alveg á hann.

,,Við reyndum alltaf að hafa hjálparvörn. Við reyndum að hafa þrjá leikmenn nálægt sem hjálpuðu bakvörðunum. Birkir, Aron og Ragnar gerðu það og meira segja Kolbeinn stundum. Það var frábærlega gert hjá leikmönnunum."

Ari Freyr Skúlason var á móti Robben í fyrri hálfleik en hann fór meiddur af velli í hálfleik.,,Hann fékk hné í læriðfrá Robben. Við reyndum að meðhöndla hann en hann gat ekki hlaupið."

Jón Daði Böðvarsson hefur komið gríðarlega sterkur inn í íslenska liðið í undankeppninni og hann var frábær í kvöld.

,,Það verður að taka inn í reikninginn að hann er ennþá í U21 árs liðinu og hafði einungis spilað nokkra vináttuleiki fyrr. Hann er klár með boltann, bæði í vörn og sókn. Við viljum nota framherjana varnarlega líka. Hann tekur réttar ákvarðanir þó hann sé ungur og reynslulítill. Með smá heppni hefði hann getað skorað í dag. Það er samt hægt að tala um alla leikmennina í dag. Þeir stóðu sig allir vel," sagði Lars.

,,Hann hefur verið virkilega góður í öllum þessum leikjum.

Friðrik Ellert Jónsson, sjúkraþjálfari íslenska landsliðsins, stjórnaði sigursöngvum inni í klefa eftir leik. Lars og Heimir Hallgrímsson héldu þó ró sinni.

,,Við höfum ekki gert neitt ennþá. Við erum ekki ennþá komnir til Frakklands. Við höfum spilað þrjá leiki og þeir eru góður stökkpallur fyrir framhaldið," sagði Lars yfirvegaður að lokum.
Athugasemdir
banner
banner