Næstu þrír leikir ráða framtíð Amorim - Glasner, Southgate, Silva og Iraola orðaðir við Man Utd - Liverpool horfir til Araujo
   þri 13. október 2020 14:06
Elvar Geir Magnússon
Staðfest að Cavani verður ekki með Man Utd gegn Newcastle
Edinson Cavani.
Edinson Cavani.
Mynd: Fótbolti.net - Elvar Geir Magnússon
Úrúgvæski sóknarmaðurinn Edinson Cavani missir af leik Manchester United gegn Newcastle á laugardaginn því hann er í sóttkví eftir komuna til Bretlandseyja.

Cavani gekk í raðir United í síðustu viku en hann yfirgaf Paris St-Germain í júní og hefur ekki verið í þeirri 'búbblu' sem atvinnumenn í fremstu röð hafa verið í.

Hinn 33 ára Cavani spilar mögulega sinn fyrsta leik fyrir United á þriðjudaginn, gegn sínu fyrrum félagi, PSG, í Meistaradeildinni.

Hann hefur hinsvegar ekki æft með liði síðan í mars.

Cavani kom til Bretlands þann 4. október og fór þá í tveggja vikna sóttkví.

Manchester United verður einnig án Anthony Martial í leiknum gegn Newcastle en hann tekur út leikbann. Leikurinn verður á laugardagskvöld og að sjálfsögðu í beinni á Síminn Sport.

Hér má sjá stöðuna í ensku úrvalsdeildinni:
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Liverpool 4 4 0 0 9 4 +5 12
2 Arsenal 4 3 0 1 9 1 +8 9
3 Tottenham 4 3 0 1 8 1 +7 9
4 Bournemouth 4 3 0 1 6 5 +1 9
5 Chelsea 4 2 2 0 9 3 +6 8
6 Everton 4 2 1 1 5 3 +2 7
7 Sunderland 4 2 1 1 5 3 +2 7
8 Man City 4 2 0 2 8 4 +4 6
9 Crystal Palace 4 1 3 0 4 1 +3 6
10 Newcastle 4 1 2 1 3 3 0 5
11 Fulham 4 1 2 1 3 4 -1 5
12 Brentford 4 1 1 2 5 7 -2 4
13 Brighton 4 1 1 2 4 6 -2 4
14 Man Utd 4 1 1 2 4 7 -3 4
15 Nott. Forest 4 1 1 2 4 8 -4 4
16 Leeds 4 1 1 2 1 6 -5 4
17 Burnley 4 1 0 3 4 7 -3 3
18 West Ham 4 1 0 3 4 11 -7 3
19 Aston Villa 4 0 2 2 0 4 -4 2
20 Wolves 4 0 0 4 2 9 -7 0
Athugasemdir