Rashford gæti farið frá Man Utd í janúar - Davies hefur áhuga á að fara til Liverpool - Fer Kobel til Chelsea?
   sun 13. október 2024 15:39
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Byrjunarlið Englands og Finnlands: Alexander-Arnold í vinstri bakverði
Alexander-Arnold og Harry Kane eru báðir í byrjunarliðinu
Alexander-Arnold og Harry Kane eru báðir í byrjunarliðinu
Mynd: Getty Images

England hiemsækir Finnland í Þjóðadeildinni í dag eftir óvænt tap gegn Grikklandi á Wembley í síðasta leik.


Lee Carsley gerir sex breytingar á liðinu en Dean Henderson kemur m.a. í markið fyrir Jordan Pickford.

Þá er athyglisvert að sjá að hægri bakverðirnir Kyle Walker og Trent Alexandere-Arnold eru báðir í byrjunarliðinu en Sky Sports telur að Alexander-Arnold verði í vinstri bakverði.

Þá kemur Harry Kane aftur inn í liðið eftir að hafa hrist af sér smávægileg meiðsli.

Finnland: Hradecky, Alho, Hoskonen, Ivanov, Uronen, Kamara, Schuller, Peltola, Jensen, Kallman, Keskinen

England: Henderson, Walker, Stones, Guehi, Alexander-Arnold, Angel Gomes, Rice, Bellingham, Palmer, Grealish, Kane


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner