Chelsea skoðar Donnarumma - Newcastle endurvekur áhuga sinn á Ekitike - Douglas Luiz til West Ham?
Siggi Hall: Þeir brotnuðu og við gengum á lagið
Haddi eftir 5-0 tap: Svekktir fyrsta klukkutímann á leiðinni heim
Björn Daníel skaut á „gömlu kallana“ í Stúkunni - „Aldrei spilað á svona góðu grasi“
Kjartan Henry: Hlakka til að horfa á leikinn aftur
Gústi Gylfa: Eins og Þorgrímur Þráins sagði, varnarleikur vinnur leiki
„Örugglega það besta sem ég hef séð frá honum síðan ég kom"
Rúnar: Ætlum ekki að fara grenja yfir því að hafa tapað
Partí á Ísafirði í kvöld - „Vonandi sletta þeir aðeins úr klaufunum"
Alli Jói: Pabbi hringdi í mig og skammaði mig eftir leik
Fyrsta tap ÍR: „Helvíti gróft ef að eitt tap í tólf leikjum sitji þungt í mönnum"
Hemmi fékk góða afmælisgjöf: „Hún gat ekki verið betri"
Reynir Freyr: Gefur okkur mikið að fá Jón Daða
Gunnar Guðmunds: Við erum búnir að fá okkur alltof mörg mörk úr föstum leikatriðum
Árni Freyr: Andleysi leikmanna í hámarki
Jakob Gunnar spilaði sinn síðasta leik fyrir Þróttara: Vildi spila meira
Ingi Rafn: Fyrri hálfleikurinn skóp þennan sigur
Mark tekið af Keflavík vegna rangstöðu: „Bara óskiljanlegt"
Haraldur Hróðmars: Lífsnauðsynlegur sigur
Venni: Það gaf okkur blóð á tennurnar
Sandra María: Gáfum líkama og sál en það skilaði engu
   fös 13. nóvember 2015 23:18
Magnús Már Einarsson
Varsjá
Gylfi: Þeir verja hann ekki þarna
LG
Borgun
Gylfi Þór Sigurðsson.
Gylfi Þór Sigurðsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Við vorum ekkert sérstakir í leiknum en ágætir á köflum," sagði Gylfi Þór Sigurðsson við Fótbolta.net eftir 4-2 tapið gegn Hollendingum í kvöld.

„Við gerum nokkrar breytingar á liðinu og þetta sýnir hversu stóran hóp þarf í svona verkefni. Þegar þú ætlar að spila á móti svona góðum liðum þá þarftu fleiri en 15-16 leikmenn sem geta spilað. Auðvitað voru nokkrir leikmenn að spila sínar fyrstu mínútur í A-landsliði sem er jákvætt fyrir þá og gott fyrir okkur því að við þurfum mikla breidd og mikið af leikmönnum næsta sumar."

„Auðvitað viljum við spila betur en við gerðum í dag. Það var alltof mikið af lélegum sendingum og leikmenn oft að gefa eitthvað í stað þess að halda ró sinni og spila úr vandræðunum. Það var erfitt að spila úr vörninni út af vellinum en þetta er æfingaleikur og við eigum að taka sénsinn á þessu og spila."


Gylfi Þór Sigurðsson skoraði fyrra mark Íslands úr vítaspyrnu sem var ein af þeim öruggari í manna minnum.

„Hann þurfti kannski ekki að vera svona mikið upp í hornið," sagði Gylfi léttur um spyrnuna en boltinn fór í slána og inn. „Ég miðaði upp í hornið. Vítaspyrnan á móti Hollandi var of lág. Það er sagt að þeir verji hann ekki þarna og það sannaði sig í dag."

Jonjo Shelvey tók vítaspyrnu á undan Gylfa á síðasta tímabili. Gylfi skoraði úr spyrnu þegar Shelvey var utan vallar á dögunum en Gylfi gæti sýnt Garry Monk stjóra Swansea spyrnuna í kvöld til að sanna að hann eigi að vera vítaskyttan. „Ég tók síðasta víti hjá okkur í deildinni á móti Soutahmpton og skoraði. Ég vona að hann hafi vit fyrir því að hafa mig áfram sem vítaskyttu," sagði Gylfi.

Þrátt fyrir tap í kvöld þá var Gylfi ánægður með að fá leik gegn Pólverjum. „Það var frábært að spila við svona aðstæður. 50-60 þúsund manns á vellinum og mikil stemning. Ég held að þetta sé gott fyrir strákana sem eru kannski ekki vanir að spila á svona völlum. Þegar við komum á EM Verða troðfullir menn eins og stemning og það var gott að spila við Pólverja sem eru með frábæra leikmenn. Vonandi er þetta byrjunin á góðum undirbúningi fyrir Frakkland,"

Hér að ofan má sjá viðtalið í heild sinni.
Athugasemdir
banner
banner