„Þetta var mjög fagmannlegt. Það var ekkert vanmat í gangi," segir Hákon Arnar Haraldsson, fyrirliði íslenska landsliðsins, eftir 2-0 útisigurinn í Aserbaísjan.
Nú er ljóst að Ísland er á leið í úrslitaleik gegn Úkraínu á sunnudaginn, um sæti í umspili fyrir HM.
Nú er ljóst að Ísland er á leið í úrslitaleik gegn Úkraínu á sunnudaginn, um sæti í umspili fyrir HM.
Lestu um leikinn: Aserbaísjan 0 - 2 Ísland
„Við gerum mjög vel í byrjun og skorum tvö. Svo bara verjumst við vel saman. Við hefðum mátt halda betur í boltann í seinni hálfleik en skiptir ekki máli. Við unnum."
Hákon sagði það gaman að hafa spilað með Jóhanni Berg í hans hundraðasta leik.
„Jú geggjað. Við höfum spilað of fáa leiki saman. Hann er geggjaður gæi og geggjaður leikmaður. Það var geggjað að fá að vera með honum í 100. landsleiknum. Hann lagði upp mikilvægt mark."
Viðtalið er í heild sinni í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir






















