Rashford, Sesko, Walker, Garnacho, Vlahovic, Cunha, Pogba, Dorgu og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mið 13. desember 2023 16:00
Útvarpsþátturinn Fótbolti.net
Ekkert launungarmál að Axel vill spila í sterkari deild
Axel Óskar og bróðir hans Jökull.
Axel Óskar og bróðir hans Jökull.
Mynd: Fótbolti.net - Sæbjörn Steinke
Greint var frá því í sænskum fjölmiðlum í síðustu viku að varnarmaðurinn Axel Óskar Andrésson gæti farið frá Örebro. Hann var gestur í útvarpsþættinum Fótbolti.net síðasta laugardag og segist vilja spila í sterkari deild en sænsku B-deildinni.

„Ég á eitt ár eftir (af samningi) en við höfum rætt saman, ég og þjálfarinn. Hann var fótboltamaður og skilur mig alveg. Ég er 25 ára og ef maður vill gera eitthvað almennilegt í þessu þá þarf maður að spila á hærra leveli (getustigi)," sagði Axel.

„Hann gaf mér ekki grænt ljós en heldur ekki rautt á að fara ef eitthvað gott kæmi upp. Við erum að leita, það er ekkert launungarmál að maður vill spila í sterkari deild."

„Það eru einhverjar þreifingar en þetta tekur allt sinn tíma. Við bara bíðum og vonum að það komi eitthvað gott upp."

Talað hefur verið um að Axel setji stefnuna á íslenska landsliðið en hann segist allavega vilja koma sér á kortið.

„Maður hefur ekki verið í umræðunni í kringum landsliðið að undanförnu," sagði varnarmaðurinn stóri og stæðilegi en víða var komið við í skemmtilegu spjalli við hann í þættinum. Meðal annars var rætt um áhugaverðan tíma hans hjá Riga í Lettlandi.
Útvarpsþátturinn - Góðir gestir á aðventunni
Athugasemdir
banner