Man Utd gæti átt von á tilboði frá Napoli í Alejandro Garnacho - Bayern München vill Mainoo - Man City til í að hleypa Walker frítt
   þri 14. janúar 2025 13:39
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Af hverju drífur Amorim sig inn í klefa eftir sigurleiki?
Rúben Amorim.
Rúben Amorim.
Mynd: Getty Images
Það vakti athygli eftir leik Arsenal og Manchester United síðasta sunnudagskvöld að Rúben Amorim, stjóri United, fór beint inn í klefa eftir leikinn.

Man Utd fór með sigur af hólmi í vítaspyrnukeppni og leikmenn liðsins fögnuðu því vel.

En Amorim var fljótur að fara inn í klefa.

Manchester Evening News vekur athygli á þessu en þar segir að Amorim sé alltaf mjög sýnilegur þegar United tapar leikjum. Þá klappar hann og þakkar stuðningsmönnum fyrir.

En í sigurleikjum vill hann ekki draga neina athygli að sér. Hann vill að leikmenn og aðrir starfsmenn félagsins fái þá athygli.

Amorim tók við Man Utd seint á síðasta ári og eru stuðningsmenn liðsins spenntir að sjá hvert hann fer með liðið í framtíðinni.
Athugasemdir
banner
banner
banner