Man Utd gæti átt von á tilboði frá Napoli í Alejandro Garnacho - Bayern München vill Mainoo - Man City til í að hleypa Walker frítt
   þri 14. janúar 2025 13:28
Elvar Geir Magnússon
Atli Þór kynntur hjá Víkingi (Staðfest)
Atli Þór hefur verið keyptur til Víkings.
Atli Þór hefur verið keyptur til Víkings.
Mynd: Víkingur
Atli í leik með HK í fyrra.
Atli í leik með HK í fyrra.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sóknarmaðurinn Atli Þór Jónasson hefur verið keyptur til Víkings frá HK. Þessi 22 ára leikmaður skoraði sjö mörk í 24 leikjum fyrir HK á síðasta tímabili en Kópavogsliðið féll þá úr Bestu deildinni.

„Atli er gríðarlega spennandi leikmaður með mjög sérstaka kosti og á mikið inni að okkar mati. Hann er enn ungur að árum og afsakið slettuna en Atli hefur alla burði í að verða „unplayable“ vegna styrks síns og hraða. Þrátt fyrir mikla hæð er hann mikill íþróttamaður og ég er gríðarlega spenntur að fá hann í hópinn. Við væntum mikils af honum hér í Víkinni á næstu árum," segir Kári Árnason, yfirmaður fótboltamála hjá Víkingi.

Talað hefur verið um að Víkingur greiði um 15 milljónir króna fyrir Atla en ekkert er staðfest í þeim efnum.

Þessi stóri og stæðilegi sóknarmaður er uppalinn hjá Hamri í Hveragerði, en lék í Bestu deildinni tímabilin 2023 og 2024 með HK.

„Í fersku minni er fernan sem hann setti á móti okkur í Bose mótinu seint á síðasta ári," segir í tilkynningu Víkings.


Athugasemdir
banner
banner
banner