Man Utd gæti átt von á tilboði frá Napoli í Alejandro Garnacho - Bayern München vill Mainoo - Man City til í að hleypa Walker frítt
   þri 14. janúar 2025 05:55
Ívan Guðjón Baldursson
Evrópa í dag - Toppbarátta og Hákon heimsækir Marseille
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Það er mikið fjör í evrópska boltanum í kvöld þar sem spennandi slagir eru á dagskrá.

Borussia Dortmund hefur leik á útivelli gegn Holstein Kiel í efstu deild þýska boltans, áður en Þýskalandsmeistarar Leverkusen taka á móti spútnik liði Mainz.

Omar Marmoush verður væntanlega í byrjunarliði Eintracht Frankfurt gegn Freiburg á meðan Wolfsburg spilar erfiðan leik við Borussia Mönchengladbach.

Á Ítalíu eiga nýliðar Como heimaleik gegn AC Milan áður en Atalanta og Juventus etja kappi í toppbaráttunni.

Como hefur verið að spila vel undanfarnar vikur en það hefur Milan einnig verið að gera undir stjórn Sergio Conceicao og má búast við skemmtilegum slag.

Þá eru níu stig sem skilja Atalanta að frá Juventus í toppbaráttunni á Ítalíu og gæti þetta verið eitt af síðustu tækifærum Juve til að blanda sér aftur í toppbaráttuna. Juve er eina lið ítölsku deildarinnar sem er enn ósigrað, en liðið er búið að gera 12 jafntefli í 19 deildarleikjum það sem af er tímabils.

Valencia heimsækir Ourense CF í spænska bikarnum þar sem Carlos Corberán stýrir liðinu í fjórða sinn. Það er eini leikur kvöldsins á Spáni.

Að lokum er komið að franska bikarnum, þar sem stórleikur kvöldsins fer fram í Marseille þegar Hákon Arnar Haraldsson og félagar í liði Lille kíkja í heimsókn.

Bundesliga
17:30 Holstein Kiel - Dortmund
19:30 Leverkusen - Mainz
19:30 Eintracht Frankfurt - Freiburg
19:30 Wolfsburg - Gladbach

Serie A
17:30 Como - Milan
19:45 Atalanta - Juventus

Copa del Rey
20:00 Ourense CF - Valencia

Coupe de France
19:45 Bastia - Nice
19:45 Dives - Le Puy-en-Velay
19:45 Guingamp - Sochaux
19:45 Haguenau - Dunkerque
19:45 Le Mans - Valenciennes
19:45 Reims - Mónakó
20:10 Marseille - Lille
Athugasemdir
banner
banner