Viðræður við Vinicius - Isak spenntur fyrir Liverpool - United fylgist með Delap - Arsenal bíður til sumars
   fös 14. febrúar 2025 16:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Beint aftur í skólann eftir sigurmarkið í gær
Markinu fagnað í gær.
Markinu fagnað í gær.
Mynd: EPA
Hinn 16 ára gamli Michael Noonan var hetja Shamrock Rovers þegar liðið lagði Molde á útivelli í umspili um sæti í 16-liða úrslitum Sambandsdeildarinnar í gærkvöldi.

Noonan var í byrjunarliði Shamrock í fyrsta sinn og skoraði sigurmarkið eftir tæplega klukkutíma leik.

Hann er yngsti markaskorari í sögu Evrópukeppninnar en hann bætti met Romelu Lukaku.

Móðir hans birti mynd af honum í morgun þar sem hann var á leið í skólann með töskuna á bakinu.

Hann var fljótur að koma sér heim frá Noregi og fékk ekkert frí þrátt fyrir markið í gær.



Athugasemdir
banner