Trent búinn að semja við Real um kaup og kjör - Man Utd ætlar að losa sig við Rashford og Casemiro - United skoðar ungan Tyrkja
   fös 14. febrúar 2025 10:41
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Moyes: Við brosum eftir leikinn gegn Liverpool
Everton hefur farið mjög vel af stað undir stjórn David Moyes. Liðið hefur fengið tíu stig úr fyrstu fimm deildarleikjunum undir stjórn Moyes sem tók við stjórnartaumunum af Sean Dyche fyrir ekki svo löngu síðan.

Liðið er neðarlega í töflunni en búið að mynda bil frá sér niður í fallsvæðið. Liðið bætti við stigi á töflunni í miðri viku þegar liðið gerði jafntefli við Liverpool.

„Við brosum. Við vorum brosandi þegar mínúta var eftir af leiknum gegn Liverpool. Við tókum stig úr leiknum en ekki þrjú. En við erum einnig raunsæir að við tókum eitthvað úr leik sem var fyrir fram erfitt að taka eitthvað úr. Það gerir þetta enn sérstakara og lætur okkur líða vel," sagði Moyes á fréttamannafundi í dag.

Hann var spurður út í hvar hann setti leikinn á miðvikudaginn á lista sinn yfir stærstu leikina á ferlinum. Moyes benti á að hann hefði farið í úrslitaleik í Evrópu.

„Þegar ég horfi á þetta núna þá var þetta mjög stór leikur. Þegar þú ert nýr stjóri þá viltu ná góðri byrjun. Þú vilt ná stuðningsmönnum með þér og mér finnst ég hafa gert það," sagði Moyes.

Everton verður án Iliman Ndiaye næstu vikurnar en hann meiddst gegn Liverpool.

Framundan hjá Everton er útileikur gegn Crystal Palace klukkan 17:30 á morgun.
Enski boltinn - Sá síðasti í Guttagarði, töfrar í bikar og vesen á City
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Liverpool 29 21 7 1 69 27 +42 70
2 Arsenal 29 16 10 3 53 24 +29 58
3 Nott. Forest 29 16 6 7 49 35 +14 54
4 Chelsea 29 14 7 8 53 37 +16 49
5 Man City 29 14 6 9 55 40 +15 48
6 Newcastle 28 14 5 9 47 38 +9 47
7 Brighton 29 12 11 6 48 42 +6 47
8 Fulham 29 12 9 8 43 38 +5 45
9 Aston Villa 29 12 9 8 41 45 -4 45
10 Bournemouth 29 12 8 9 48 36 +12 44
11 Brentford 29 12 5 12 50 45 +5 41
12 Crystal Palace 28 10 9 9 36 33 +3 39
13 Man Utd 29 10 7 12 37 40 -3 37
14 Tottenham 29 10 4 15 55 43 +12 34
15 Everton 29 7 13 9 32 36 -4 34
16 West Ham 29 9 7 13 33 49 -16 34
17 Wolves 29 7 5 17 40 58 -18 26
18 Ipswich Town 29 3 8 18 28 62 -34 17
19 Leicester 29 4 5 20 25 65 -40 17
20 Southampton 29 2 3 24 21 70 -49 9
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner