Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 14. mars 2023 07:20
Ívan Guðjón Baldursson
Binni Hlö verður með Leikni í sumar (Staðfest)
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Leiknir R. hefur staðfest að Brynjar Hlöðversson mun spila með liðinu í sumar. Brynjar, sem er 33 ára, er goðsögn hjá Leikni þar sem hann er uppalinn hjá félaginu og á um 300 leiki að baki.


Binni Hlö yfirgaf Leikni í tvö ár til að spila fyrir HB í Færeyjum sumrin 2018 og 2019 en sneri svo aftur fyrir tímabilið 2020.

Binni lék 20 leiki er Leiknir féll úr Bestu deildinni í fyrra og ætlar að taka slaginn með liðinu í Lengjudeildinni.

Samningur Binna við Leikni rann út um áramótin en hann hefur verið að æfa með félaginu í vetur og nú er búið að staðfesta nýjan samning.

„Það er erfitt að ímynda sér sannan Leiknismann sem þekkir ekki til Binna Hlö og því er frekari kynning óþörf. Þegar Siggi Höskulds kvaddi félagið í haust henti hann því fram að það yrði að smíða styttu af þessum leikmanni fyrir framan Domusnovavöllinn. Það er ekki ofsögum sagt og hefst söfnunin fyrir því líklega um leið og kappinn leggur skóna á hilluna," segir meðal annars í tilkynningu frá Leikni.

„Við fögnum því að sjálfsögðu að okkar maður taki slaginn með Stoltinu enn eitt sumarið og það á 50 ára afmæli félagsins, hvorki meira né minna. #StoltBreiðholts"

Binni er varnarsinnaður miðjumaður að upplagi en mun líklega spila sem miðvörður í sumar.


Athugasemdir
banner
banner
banner