Nkunku til Barcelona? - Man Utd hefur áhuga á Osimhen - Díaz ánægður á Anfield
   fim 14. mars 2024 10:15
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Segir Hákon standa sig vel - „Hann er enn bara ungur strákur"
Hákon Arnar Haraldsson.
Hákon Arnar Haraldsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hákon Arnar Haraldsson hefur aðeins verið að finna taktinn með Lille í Frakklandi að undanförnu eftir að hafa átt erfitt uppdráttar framan af tímabilinu.

Hákon gekk í raðir Lille frá FC Kaupmannhöfn fyrir allt að 17 milljónir evra síðasta sumar.

Svíinn Gabriel Gudmundsson ræddi um Hákon á fréttamannafundi fyrir leik gegn Sturm Graz í Evrópudeildinni í dag. Sagði hann þar að Hákon væri að standa sig vel.

„Hákon er að standa sig vel og honum líður vel. Ég hef reynt að hjálpa honum að aðlagast. Við erum báðir frá Skandinavíu og það skapar tengsl á milli okkar. Hann er enn bara ungur strákur," sagði Gudmundsson sem hefur þrátt fyrir eftirnafnið ekki ættir að rekja til Íslands.

„Hann þarf tíma til að aðlagast deildinni og liðinu. Hingað til hefur hann staðið sig vel. Hann er hungraður að læra og þetta er á leið í rétta átt. Ég er ánægður fyrir hans hönd."

Það er búist við að Hákon muni byrja í kvöld en hann lagði upp eitt mark Lille í 3-0 sigri í fyrri leiknum.
Athugasemdir
banner
banner