Real Madrid vill Enzo og Huijsen - Liverpool, Arsenal og Man Utd hafa áhuga á Gibbs-White - Sane orðaður við Liverpool
   fös 14. mars 2025 17:54
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Glódís hafði betur gegn Sveindísi í toppslag
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Bayern W 3 - 1 Wolfsburg W

Glódís Perla Viggósdóttir snéri aftur í byrjunarlið Bayern þegar liðið fékk Sveindísi Jane Jónsdóttir og stöllur í Wolfsburg í heimsókn í þýsku deildinni í kvöld.

Pernille Harder kom Bayern yfir snemma leiks og bætti öðru markinu við strax í upphafi seinni hálfleiks.

Glódís hefur verið að glíma við óþægindi í hné og var ekki með í síðasta leik og hún spilaði aðeins 53. mínútur í kvöld.

Lea Schuller innsiglaði sigur Bayern eftir undirbúning Harder. Sveiindís Jane Jónsdóttir hefur ekki verið í stóru hlutverki hjá Wolfsburg en hún kom inn á sem varamaður þegar rúmar tuttugu mínútur voru til loka venjulegs leiktíma.

Bayern er á toppnum með 44 stig eftir 17 umferðir. Wolfsburg er í 3. sæti með 38 stig, jafn mörg stig á Frankfurt sem situr í 2. sæti og á leik til góða.
Stöðutaflan Þýskaland Bundesliga - konur
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Bayern W 17 14 2 1 44 12 +32 44
2 Eintracht Frankfurt W 16 12 2 2 53 14 +39 38
3 Wolfsburg 17 12 2 3 42 14 +28 38
4 Bayer W 16 10 3 3 26 14 +12 33
5 Freiburg W 16 9 2 5 25 22 +3 29
6 RB Leipzig W 16 8 1 7 26 27 -1 25
7 Hoffenheim W 16 8 0 8 26 22 +4 24
8 Werder W 16 7 2 7 20 24 -4 23
9 Essen W 16 3 4 9 15 20 -5 13
10 Koln W 16 1 4 11 10 39 -29 7
11 Carl Zeiss Jena W 16 0 3 13 4 34 -30 3
12 Potsdam W 16 0 1 15 3 52 -49 1
Athugasemdir
banner
banner
banner