Real Madrid vill Enzo og Huijsen - Liverpool, Arsenal og Man Utd hafa áhuga á Gibbs-White - Sane orðaður við Liverpool
   fös 14. mars 2025 12:17
Elvar Geir Magnússon
Tuchel svaraði fyrir áhugavert og umdeilt landsliðsval
Thomas Tuchel, landsliðsþjálfari Englands.
Thomas Tuchel, landsliðsþjálfari Englands.
Mynd: EPA
Jordan Henderson.
Jordan Henderson.
Mynd: EPA
Marcus Rashford.
Marcus Rashford.
Mynd: EPA
Harry Kane verður áfram fyrirliði.
Harry Kane verður áfram fyrirliði.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Thomas Tuchel opinberaði í morgun sinn fyrsta landsliðshóp sem þjálfari Englands og hann er mjög áhugaverður. Liðið er að fara að mæta Albaníu og Lettlandi í undankeppni HM.

Það var margt áhugavert í hópnum og enskir blaðamenn voru í yfirvinnu að spyrja út í hitt og þetta á fréttamannafundi sem var að ljúka.

Hann svaraði meðal annars fyrir umdeilt val á hinum 34 ára gamla Jordan Henderson, fyrrum fyrirliða Liverpool, sem var óvænt valinn. Henderson spilar í dag fyrir Ajax í Hollandi.

Um valið á Jordan Henderson:
„Allir sem eru í þessum hóp eiga möguleika á að vera í HM hópnum á næsta ári. Jordan er raðsigurvegari, hann er fyrirliði Ajax og á 80 landsleiki. Hann kemur með leiðtogahæfileika, karakter, persónuleika og orku. Við reynum að setja saman lið sem stuðningsmenn geta verið stoltir af og tengt við. Jordan endurspeglar allt sem við viljum sjá frá þessu liði."

Um viðbrögð Henderson við valinu:
„Ég spjallaði við hann í gegnum myndsímtal og það var gaman að sjá einlæg viðbrögð hans. Það var hrein gleði og auðmýkt."

Um valið á Marcus Rashford:
„Hann er þekkt nafn í landsliðinu en er í öðru umhverfi. Hann hefur haft mikil áhrif hjá Aston Villa og sýnt vinnusemi. Ég fann sterka tilfinningu að ég ætti að velja hann og setja meiri þrýsting á hann að halda áfram á þessari braut."

Um valið á Dan Burn, varnarmanni Newcastle:
„Það kom mér á óvart að Dan hefur aldrei verið valinn áður. Hann er hávaxinn náungi en það er greinilega auðvelt að horfa framhjá honum! Eftir að hafa spjallað við hann er ég viss um að hafa valið réttan mann."

Um valið á táningnum Myles Lewis-Skelly:
„Ef þú höndlar pressuna sem fylgir því að spila reglulega fyrir Arsenal þá höndlar þú pressuna að spila fyrir England. Hann er með svo mikið sjálfstraust. Hann er klár í að spila þrisvar í viku fyrir eitt besta lið Evrópu."

Harry Kane áfram fyrirliði:
„Þetta var auðveld ákvörðun. Það var búið að taka hana og hún stendur. Harry Kane er fyrirliði liðsins."

Ben White, varnarmaður Arsenal, vill snúa aftur í landsliðið en var ekki valinn:
„Mér fannst það of snemmt í ljósi þeirra erfiðu meiðsla sem hann lenti í. Hann er kominn aftur til æfinga og ég fagna því. Við höfum fylgst með ferlinu og nú snýst þetta um hjá honum að fá fleiri mínútur með Arsenal. Ég hef rætt við hann og hann vill snúa aftur í landsliðið."

Um að stýra enska landsliðinu sem Þjóðverji:
„Það er spennandi en að vissu leyti súrrealískt. Það er mikill heiður og ég er mjög stoltur af því. Það er sérstakur heiður að fá þetta tækifæri sem erlendur þjálffari. Með hverjum degi er ég ánægðari með að hafa tekið þetta starf."

Erfitt að kveðja félagsliðaboltann:
„Ég sakna æfingavallarins! Ég sakna lyktarinnar af grasinu, nándarinnar við leikmenn, klefans, húmorsins, tilfinninganna og taktsins. En þetta er ný reynsla sem ég vildi upplifa og er spenntur fyrir. Allt er í góðum málum og svo kemur kirsuberið á toppinn þegar leikmenn mæta og ég kemst aftur út á grasið."

Tuchel á gott samband við Vilhjálm Bretaprins:
„Ég hitti hann á vellinum og svo hittumst við aftur í Windsor kastala. Það var áhrifamikið að tala við hann, hversu mikla ástríðu hann hefur til Aston Villa og auðvitað landsliðsins. Það er gaman að tala við hann um fótbolta og hann er með sterkar skoðanir."
Athugasemdir
banner
banner
banner