Liverpool reynir aftur við Zubimendi - Isak til Arsenal - Wirtz á óskalista Bayern
   fös 14. apríl 2017 12:30
Arnar Daði Arnarsson
Hin hliðin - Tryggvi Hrafn Haraldsson (ÍA)
Mynd: Fótbolti.net - Ingunn Hallgrímsdóttir
Mynd: Fótbolti.net - Ingunn Hallgrímsdóttir
Mynd: Getty Images
Mynd: Fótbolti.net - Ingunn Hallgrímsdóttir
Mynd: Fótbolti.net - Ingunn Hallgrímsdóttir
ÍA í Pepsi-deild karla er spáð 10. sæti í deildinni og heldur því sæti sínu í deildinni ef spáin gengur eftir. Í dag er það sóknarmaðurinn Tryggvi Hrafn Haraldsson sem sýnir á sér hina hliðina.

Fullt nafn: Tryggvi Hrafn Haraldsson.

Gælunafn sem þú þolir ekki: Það er ekkert gælunafn sem fer í taugarnar á mér en kemst næst því þegar ég er kallaður tyggjó.

Aldur: 20.

Hjúskaparstaða: Á lausu.

Hvenær lékstu þinn fyrsta leik með meistaraflokki: Fyrsti leikurinn var í byrjun 2013 en fyrsti alvöru leikurinn var á móti KR sumarið 2015.

Uppáhalds drykkur: Mountain Dew í dós.

Uppáhalds matsölustaður: Galito.

Hvernig bíl áttu: Krúsa um á rauðum golf '97 árgerð en á hann ekki því miður.

Uppáhalds sjónvarpsþáttur: Breaking Bad.

Uppáhalds tónlistarmaður: Kanye West er minn uppáhalds, Aron Can og Hallur Flosason eru yfirburða á Íslandi, en Pitbull er og verður alltaf kóngurinn.

Uppáhalds samskiptamiðill: Alltaf gaman á twitter þó ég leggi ekki mikið til málanna, síðan auðvitað Snapchat, skvísur mega adda: thhasdf.

Skemmtilegasti "vinur" þinn á Snapchat: Stefán dimond Reynisson og jeppakall69 Doperman Rakki eru menn sem fólk er skyldugt að vera með á snappinu. Addið "stebbiiii" og "bjarkiv91".

Hvað viltu í bragðarefinn þinn: Jarðaber, oreo og mars.

Hvernig hljómar síðasta sms sem þú fékkst: Heimild veitt an korts, kr. 1.232; had gengi; Spotify P0215E40E9 Stockholm S WE. Student Tryggvi Hrafn H. Islandsbanki S: 440 4000,

Hvaða liði myndir þú aldrei spila með: Hef aldrei verið hrifinn af Keflavík.

Besti leikmaður sem þú hefur mætt: Giovani dos Santos.

Mest óþolandi leikmaður sem þú hefur mætt: Eins mikill topp maður og Davíð Þór Viðarsson er í daglegu lífi þá er hann viðbjóðslega leiðinlegur á vellinum.

Sætasti sigurinn: Líklega á móti KR í Frostaskjóli í fyrra þegar Garðar ákvað að slumma honum af 35 metrunum á lokamínútunni.

Mestu vonbrigðin: Að lenda í slæmum hnjámeiðslum sem olli því að ég missti 2 ár úr 2. flokki.

Uppáhalds lið í enska: Manchester United.

Ef þú fengir að velja einn leikmann úr öðru íslensku liði í þitt lið: Óskar Örn Hauksson.

Fyrsta verk ef þú yrðir formaður KSÍ: Byggja nýjan þjóðarleikvang þar sem er engin hlaupabraut.

Efnilegasti knattspyrnumaður/kona landsins: Arnór "cocky" Sigurðsson.

Fallegasti knattspyrnumaðurinn á Íslandi: Herra Ísland 2003 og verður bara fallegri, Garðar Gunnlaugsson.

Fallegasta knattspyrnukonan á Íslandi: Of erfitt að velja bara eina.

Hver er mesti höstlerinn í liðinu: Frændurnir Albert Hafsteinsson og Ragnar Már Lárusson berjast um þann titil en GG9 er alltaf drjúgur líka.

Uppáhalds staður á Íslandi: Hvergi betra að vera en á Langasandi annan af tveimur dögum ársins sem veður leyfir.

Segðu okkur frá skemmtilegu atviki sem gerst hefur í leik: Þegar bifreiðastöð ÞÞÞ fékk í magann í æfingaleik og varð að hlaupa útaf í stutta stund.

Hvað er það fyrsta sem þú gerir þegar þú vaknar: Tek yfirleitt klassíska rúntinn á samfélagsmiðlum ef ég hef tíma, annars klæða mig.

Fyrir utan knattspyrnu, fylgist þú með öðrum íþróttum: Handbolta þegar Ísland er á stórmóti og örlítið með körfubolta, annars voða lítið.

Í hvernig fótboltaskóm spilar þú: Nike Mercurial Vapor.

Í hverju varstu/ertu lélegastur í skóla: Líklega náttúrufræði.

Uppáhalds Eurovision lag frá upphafi: Euphoria.

Vandræðalegasta augnablik: Hef aldrei lent í neinu,

Hvaða þrjá leikmenn tækir þú með þér á eyðieyju: Birni Ingason, Ingvar Kale og Jón Jónsson.

Sturluð staðreynd um sjálfan þig: Var dúx í grunnskóla.

Sjá einnig:
Spá Fótbolta.net - 10. sæti: ÍA
Gulli Jóns: Veturinn erfiður varðandi áföll
Ef þið tapið, þá getur þú einbeitt þér að þessum gítar!
Athugasemdir
banner
banner
banner