Newcastle á eftir Scalvini - Barcelona snýr sér aftur að Díaz - Tottenham vill belgískan miðvörð
   mið 14. apríl 2021 23:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Fullkomin vika hjá Real og Zidane
Real Madrid átti algjöra draumaviku sem hófst á 3-1 sigri gegn Liverpool á þriðjudag í síðustu viku. Það var fyrri leikur liðanna í 8-liða úrslitum Meistaradeildarinnar.

Á laugardag vann liðið svo 2-1 heimasigur á Barcelona í El Clasico.

Í kvöld náði liðið svo að halda markinu hreinu og gerði markalaust jafntefli gegn Liverpool í seinni leik liðanna.

Real mætir Chelsea í undanúrslitum Meistaradeildarinnar og er einungis stigi frá Atletico Madrid í spænsku La Liga.

Zinidine Zidane, aðalþjálfari Real, hefur þrisvar sinnum komist í undanúrslit Meistaradeildarinnar sem stjóri Real og hefur í öll skiptin unnið til sigurs í keppninni.

Real er ríkjandi Spánarmeistari og gæti vel varið titilinn miðað við lélegt gengi toppliðs Atletico að undanförnu.

„Við áttum þrjá mjög mikilvæga leiki sem spilaðir voru á einni viku og við erum hæstánægðir með hvernig þeir fóru. Að vera á þessum stað á þessum tímapunkti er ekki auðvelt," sagði Zidane eftir leikinn í kvöld.
Stöðutaflan Spánn La Liga - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Barcelona 38 28 4 6 102 39 +63 88
2 Real Madrid 38 26 6 6 78 38 +40 84
3 Atletico Madrid 38 22 10 6 68 30 +38 76
4 Athletic 38 19 13 6 54 29 +25 70
5 Villarreal 38 20 10 8 71 51 +20 70
6 Betis 38 16 12 10 57 50 +7 60
7 Celta 38 16 7 15 59 57 +2 55
8 Osasuna 38 12 16 10 48 52 -4 52
9 Vallecano 38 13 13 12 41 45 -4 52
10 Mallorca 38 13 9 16 35 44 -9 48
11 Valencia 38 11 13 14 44 54 -10 46
12 Real Sociedad 38 13 7 18 35 46 -11 46
13 Alaves 38 10 12 16 38 48 -10 42
14 Getafe 38 11 9 18 34 39 -5 42
15 Espanyol 38 11 9 18 40 51 -11 42
16 Sevilla 38 10 11 17 42 55 -13 41
17 Girona 38 11 8 19 44 60 -16 41
18 Leganes 38 9 13 16 39 56 -17 40
19 Las Palmas 38 8 8 22 40 61 -21 32
20 Valladolid 38 4 4 30 26 90 -64 16
Athugasemdir
banner