„Við vorum á móti liði sem þurfti að sækja og við vissum að við myndum þurfa að þjást þegar kemur að því að halda í boltann í kvöld. En í leikslok fengum við það sem við vildum sem var að komast áfram," sagði Zinedine Zidane, stjóri Real Madrid, eftir leikinn gegn Liverpool í kvöld.
Real er komið í undanúrslit og mætir Chelsea. Real vann fyrri leikinn gegn Liverpool 3-1 í Madrid.
Real er komið í undanúrslit og mætir Chelsea. Real vann fyrri leikinn gegn Liverpool 3-1 í Madrid.
„Mér fannst við gera vel í leiknum og við náðum að standast áhlaupið og getum verið stoltir af frammistöðunni."
„Við vissum að þeir myndu reyna að byrja hratt og þeir voru mjög góðir fyrsta korterið, það var eðlilegt."
„Í 8-liða úrslitum Meistaradeildarinnar þarftu að halda sjó og við gerðum það og komumst áfram."
Athugasemdir