Búast við því að Van Dijk geri nýjan samning - Arsenal vill Cunha - Akliouche meðal leikmanna á blaði City
   sun 14. apríl 2024 10:00
Útvarpsþátturinn Fótbolti.net
Agaleysi á bekkjunum vandamál á Íslandi - Liðsstjórar og markmannsþjálfarar rífa kjaft við dómara
Gunnar Jarl að störfum sem eftirlitsmaður.
Gunnar Jarl að störfum sem eftirlitsmaður.
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Í íslenska boltanum hefur það tíðkast að hinir ýmsir aðilar á varamannabekkjum séu að öskra á dómara. Gunnar Jarl Jónsson, sem situr í dómaranefnd KSÍ, segir um séríslenskt fyrirbæri að ræða.

Sem dæmi byrjaði markvarðaþjálfari Víkings tímabilið í banni fyrir að láta dómara heyra það í síðasta leik fyrir mót, liðsstjóri Fylkis fékk rautt spjald fyrir framkomu við dómara eftir tap gegn KR og markvarðaþjálfari KA var áminntur gegn HK.

Gunnar segir agaleysi á varamannabekkjum Íslands vera vandamál sem þekkist ekki annars staðar.

„Þar eru engir aukaleikarar, ef við getum orðað þannig, að skipta sér af þessu. Hér heima eru það búningastjórar, liðsstjórar, markmannsþjálfarar, sjúkraþjálfarar, leikgreinendur... það eru allir að skipta sér af dómgæslu. Þetta gerist ekki á Norðurlöndum," segir Gunnar í útvarpsþættinum Fótbolti.net.

„Þú ert ráðinn til að vinna við að vera sjúkraþjálfari, þjálfa markverðina eða sjá um aðbúnað leikmanna. Gregg Ryder kemur frá Danmörku og þar er annar kúltúr, þjálfarinn er stjórinn og það er enginn leikgreinandi að skipta sér af. Þetta er séríslenskt."

„Ég kalla eftir því að þjálfarar í deildinni séu með meiri aga á sínum bekkjum. Þetta eru það stórir og sterkir karakterar, það miklir leiðtogar."
Útvarpsþátturinn - Kraftur í KR og umdeild dómgæsla
Athugasemdir
banner
banner
banner