Arsenal og Man Utd vilja Adeyemi - Stórveldi á eftir miðjumanni AZ - PSG vill Vinícius á frjálsri sölu 2027 - Newcastle skoðar Trafford
Toddi: Ef við byrjum eins og í Bakú þá eigum við góða möguleika
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
„Rómantíkusinn í Arnari Gunnlaugssyni“
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
Þjálfari Fortuna: Því ætla ég ekki að svara
Nik: Ég hef heyrt að hann sé hræðilegur
Karólína kenndi stuðningsmönnum Inter íslenskan frasa
Guðlaugur Victor: Megum alls ekki halda að þetta verði auðvelt
Agla María: Höfum tækifæri til þess að skrifa söguna hjá Breiðabliki
Nik: Viljum góðan leik, góða mætingu og úrslit sem setja okkur í góða stöðu fyrir seinni leikinn
Davíð Smári: Hrós fyrir mig og félagið að Eiður vilji taka þátt í þessu verkefni
Vildi vinna áfram með Davíð - „Ekkert heillaði mig jafn mikið"
Sjáðu það helsta úr spænska: Þrenna Lewandowski bjargaði Barcelona
Sjáðu það helsta úr ítalska: Albert skoraði og De Gea með furðulega tilburði
   sun 14. apríl 2024 20:39
Sverrir Örn Einarsson
Ómar Ingi: Eðlilega verður róðurinn þyngri
Ómar Ingi Guðmundsson þjálfari HK
Ómar Ingi Guðmundsson þjálfari HK
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Það breytist margt þegar við missum mann út af þannig að eðlilega verður róðurinn aðeins þyngri eftir það. En það var ákveðið kæruleysi og værukærð í varnarleiknum sem var ekki boðlegt sama hvort við séum tíu eða ellefu. “ Svaraði Ómar Ingi Guðmundsson þjálfari HK um hvað hefði klikkað í 4-0 tapi HK gegn ÍA í Kórnum í dag.

Lestu um leikinn: HK 0 -  4 ÍA

HK missti mann af velli á 41, mínútu fyrri hálfleiks þegar þegar Þorsteinn Aron Antonsson fékk að líta beint rautt spjald fyrir að ræna upplögðu marktækifæri sem aftasti varnarmaður. Staðan þó markalaus í hálfleik en það tók Skagamenn aðeins sjö mínútur að komast yfir í þeim seinni gegn tíu leikmönnum HK. Sló það liðið út af laginu að fá mark á sig svona snemma í síðari hálfleik?

„Það er bara erfitt að vera manni færri og að fá mark á sig svona snemma á svona döpru augnabliki af okkar hálfu er erfitt.“

En eins og áður sagði var markalaust í hálfleik og framan af fyrri hálfleik var fátt sem benti til þess að leikurinn yrði markaleikur sem slíkur. Hvað tekur Ómar jákvætt út úr leiknum?

„Fyrri hálfleikurinn var jafn og nokkurn vegin eins og ég bjóst við að hann yrði. Þar fannst mér fín holning á liðinu í fyrri hálfleik og menn bara að gera nokkuð vel og gera það sem við lögðum upp með. Við eigum samt að gera betur en við gerðum í seinni hálfleik.“

Sagði Ómar Ingi en allt viðtalið má sjá hér að ofan


Athugasemdir
banner
banner
banner