29 ára þjálfari í efstu deild - „Frábært að koma inn í svona stórt félag"
Lítur á HK sem klárt skref upp á við - „Kitlar egóið að vera í þannig stöðu"
Sverrir spenntur fyrir framtíðinni: Við erum með mjög gott lið
Elías Rafn: Eigum ekki að fá á okkur svona einföld mörk
Hákon Arnar: Mun taka tíma að jafna sig á þessu
Guðlaugur Victor: Trúði ekki þessari vörslu
Brynjólfur: Áfram gakk og við förum á næsta stórmót
Jón Dagur um að HM draumurinn sé horfinn: Gríðarleg vonbrigði
Ísak Bergmann: Þetta er bara okkar Króatía
Hilmar Jökull: Verðum í bullandi minnihluta en það verður fjör
Toddi: Ef við byrjum eins og í Bakú þá eigum við góða möguleika
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
„Rómantíkusinn í Arnari Gunnlaugssyni“
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
   sun 14. apríl 2024 20:39
Sverrir Örn Einarsson
Ómar Ingi: Eðlilega verður róðurinn þyngri
Ómar Ingi Guðmundsson þjálfari HK
Ómar Ingi Guðmundsson þjálfari HK
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Það breytist margt þegar við missum mann út af þannig að eðlilega verður róðurinn aðeins þyngri eftir það. En það var ákveðið kæruleysi og værukærð í varnarleiknum sem var ekki boðlegt sama hvort við séum tíu eða ellefu. “ Svaraði Ómar Ingi Guðmundsson þjálfari HK um hvað hefði klikkað í 4-0 tapi HK gegn ÍA í Kórnum í dag.

Lestu um leikinn: HK 0 -  4 ÍA

HK missti mann af velli á 41, mínútu fyrri hálfleiks þegar þegar Þorsteinn Aron Antonsson fékk að líta beint rautt spjald fyrir að ræna upplögðu marktækifæri sem aftasti varnarmaður. Staðan þó markalaus í hálfleik en það tók Skagamenn aðeins sjö mínútur að komast yfir í þeim seinni gegn tíu leikmönnum HK. Sló það liðið út af laginu að fá mark á sig svona snemma í síðari hálfleik?

„Það er bara erfitt að vera manni færri og að fá mark á sig svona snemma á svona döpru augnabliki af okkar hálfu er erfitt.“

En eins og áður sagði var markalaust í hálfleik og framan af fyrri hálfleik var fátt sem benti til þess að leikurinn yrði markaleikur sem slíkur. Hvað tekur Ómar jákvætt út úr leiknum?

„Fyrri hálfleikurinn var jafn og nokkurn vegin eins og ég bjóst við að hann yrði. Þar fannst mér fín holning á liðinu í fyrri hálfleik og menn bara að gera nokkuð vel og gera það sem við lögðum upp með. Við eigum samt að gera betur en við gerðum í seinni hálfleik.“

Sagði Ómar Ingi en allt viðtalið má sjá hér að ofan


Athugasemdir