ÍA tapaði gegn Stjörnunni fyrr í kvöld á Samsungvellinum. Lokatölur leiksins voru 2-1. Jón Þór Hauksson, þjálfari ÍA mætti í viðtal eftir leik.
Lestu um leikinn: Stjarnan 2 - 1 ÍA
„Hundfúl niðurstaða fyrir okkur. Mér fannst þetta vera 50/50 leikur. Stjarnan kemst tvisvar yfir í leiknum og kannski í hvorugt skiptið með einhver tök á leiknum. Það segir svolítið að það féll þeirra megin í dag."
„Auðvitað geysilega sterkur sigur í fyrsta leik. Mér fannst frammistaðan að mestu leyti mjög jákvæð hér í dag. Grautfúlt að fá ekkert út úr því."
Haukur Andri fékk rautt spjald undir lok leiks.
„Haukur er „passionate" leikmaður. Mjög orku- og kraftmikill. Kannski óþarfi hjá honum að brjóta þarna, fannst mér. Mér fannst dómarinn ekkert þurfa að spjalda hann. Þetta var niðurstaðan og ekkert við því að segja."
Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir