Heimild: Vísir
Fram vann magnaðan sigur á Íslandsmeisturum Breiðabliks í Bestu deildinni í gær. Framarar lentu 0-2 undir og útlitið var dökkt, en þeir komu til baka í síðari hálfleik.
Leikurinn endaði með 4-2 sigri Fram þar sem varamaðurinn Guðmundur Magnússon gerði tvö mörk.
Leikurinn endaði með 4-2 sigri Fram þar sem varamaðurinn Guðmundur Magnússon gerði tvö mörk.
Svo sannarlega mikið högg fyrir Íslandsmeistarana en mótið er ungt.
Það voru alls fjórir leikir í Bestu deildinni í gær. Víkingar fóru illa með KA í Víkinni, Vestri lagði FH í snjókomuleik og það var markalaust þegar nýliðar Aftureldingar og ÍBV áttust við í Mosfellsbæ.
Hér fyrir neðan má sjá mörkin úr leikjum gærdagsins. Það eru tveir leikir á dagskrá í dag.
mánudagur 14. apríl
Besta-deild karla
19:15 KR-Valur (AVIS völlurinn)
19:15 Stjarnan-ÍA (Samsungvöllurinn)
Athugasemdir