Elías Rafn Ólafsson fór í Breiðablik árið 2013 og kom hann frá Völsungi. Hann var lánaður í FH sumarið 2017 og árið 2018 samdi hann svo við Midtjylland. Síðasta sumar var hann svo lánaður til Aarhus Fremad til að spila meistaraflokksbolta.
Fremad er í 3. efstu deild í riðli tvö. Liðið var í toppsæti riðilsins með gott forskot á toppnum þegar sautján leiki voru búnir af deildinni. Elías hafði spilað vel í marki Fremad og hélt reglulega hreinu. Elías hefur spilað sjö yngri landsliðsleiki til þessa. Í dag sýnir hann á sér hina hliðina.
Fremad er í 3. efstu deild í riðli tvö. Liðið var í toppsæti riðilsins með gott forskot á toppnum þegar sautján leiki voru búnir af deildinni. Elías hafði spilað vel í marki Fremad og hélt reglulega hreinu. Elías hefur spilað sjö yngri landsliðsleiki til þessa. Í dag sýnir hann á sér hina hliðina.
Fullt nafn: Elías Rafn Ólafsson
Gælunafn: Elli
Aldur: 20
Hjúskaparstaða: Single
Hvenær lékstu þinn fyrsta leik með meistaraflokki: Fyrsti alvöru leikurinn var í fyrrasumar
Uppáhalds drykkur: Vatnið
Uppáhalds matsölustaður: Kylling og Co. hérna í Danmörku er magnaður
Hvernig bíl áttu: Keyri um á Yaris
Uppáhalds sjónvarpsþáttur: Peaky Blinders og svo er The Office í miklu uppáhaldi
Uppáhalds tónlistarmaður: Drake og Joyner Lucas eru flottir en Luigi tekur þetta
Fyndnasti Íslendingurinn: Pétur Jóhann
Hvað viltu í bragðarefinn þinn: Jarðaber, oreo og tromp
Hvernig hljómar síðasta sms sem þú fékkst: Physio 8:30
Hvaða liði myndir þú aldrei spila með: Ekkert eitt lið sem kemur upp í hugann
Besti leikmaður sem þú hefur mætt: Angel Gomes
Besti þjálfarinn sem hefur þjálfað þig: Óli P markmannsþjálfari Blika er minn maður
Mest óþolandi leikmaður sem þú hefur mætt: Logi Tómasson var óþolandi í yngri flokkum HK
Sætasti sigurinn: Roma í vítaspyrnukeppni í Youth League var helvíti sætt
Mestu vonbrigðin: Töpuðum í vító á móti HK í undanúrslitum N1 mótsins 2012, þeir unnu svo úrslitin
Uppáhalds lið í enska: Manchester United
Ef þú fengir að velja einn leikmann úr íslensku liði í þitt lið: Binni Willums
Efnilegasti knattspyrnumaður/kona landsins: Danijel Djuric
Fallegasti knattspyrnumaðurinn á Íslandi: Ágúst Hlynsson
Fallegasta knattspyrnukonan á Íslandi: Elín Metta
Besti knattspyrnumaðurinn frá upphafi: Messi
Hver er mesti höstlerinn í liðinu: Ágúst Hlynsson
Uppáhalds staður á Íslandi: Heima í Kópavogi
Segðu okkur frá skemmtilegu atviki sem gerst hefur í leik: Skoraði mark úr útsparki á Króksmótinu back in the days
Hvað er það síðasta sem þú gerir áður en þú ferð að sofa: Stilla vekjaraklukku
Fyrir utan knattspyrnu, fylgist þú með öðrum íþróttum: Voða lítið
Í hvernig fótboltaskóm spilar þú: Nike Tiempo
Í hverju varstu/ertu lélegastur í skóla: Líffræðin var smá vesen
Vandræðalegasta augnablik: Þegar Luigi skoraði á mig frá miðju, það var ekkert spes
Hvaða þrjá leikmenn tækir þú með þér á eyðieyju: Tæki Smáraskólagengið með mér, Ágúst Hlyns, Binna Willums og Kolbein Þórðar
Sturluð staðreynd um sjálfan þig: Ég var í landsliðinu í blaki
Hvaða samherji hefur komið þér mest á óvart eftir að þú kynntist honum og af hverju: Ari Leifs hefur komið mikið á óvart, hef mjög gaman að honum
Hverju laugstu síðast:
Hvað er leiðinlegast að gera á æfingum: Pre-warm up er frekar þreytt
Nú er tími Covid-19 hvernig er “venjulegur” dagur: Er oftast að æfa um 10 leytið, svo er það bara Netflix eða Playstation
Athugasemdir