Sádar gera allt til að fá Salah - Semenyo vill helst fara til Liverpool - Liverpool og Barca vilja Guehi
Höskuldur: Við Íslendingar ættum að fara kannast við þetta lið
Aron Snær: Svo hringir bara Kári Árna
Ólafur Ingi: Þá held ég að sigurinn skili sér
Jóladagatalið: Vona að þeir hafi verið á baki en ekki með hann í lúkunum
Jóladagatalið: Hvernig er að ganga í Feneyjum?
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
Jóladagatalið: Ólafur Karl Finsen í kleinu
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
Hjörvar Daði: Markmiðið er að fara upp
Damir: Auðveld ákvörðun að velja Grindavík
Höskuldur: Varnarmennirnir gátu aldrei verið þægilegir út af honum
Ágúst Orri: Hann fer nánast á rassgatið
Óli Skúla: Sýndi að hann er frábær leikmaður
Ólafur Ingi: Draumastaða er bara þrjú stig
   þri 14. maí 2024 21:19
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Var með í maganum fyrir leikinn - „Ekki mikið talað um þær"
Kvenaboltinn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Karen María Sigurgeirsdóttir skoraði sitt fyrsta mark í kvöld
Karen María Sigurgeirsdóttir skoraði sitt fyrsta mark í kvöld
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Ég er ánægður, stoltur og montinn af stelpunum," sagði Jóhann Kristinn Gunnarsson þjálfari Þór/KA eftir öruggan sigur á Keflavík í kvöld.


Lestu um leikinn: Þór/KA 4 -  0 Keflavík

„Spilamennskan var að mestu leyti fín. Við vorum að spyrja spurninga og reyna gera ákveðna hluti og mér fannst það ganga nokkuð fínt. Glenn og Jóna vita hvað þau eru að gera og brugðust við, breyttu um kerfi í fyrri hálfleik. Þær voru að loka svæðum sem við vorum að fá," sagði Jóhann Kristinn.

„Meðan það er bara eins marks forystu þá er mikil von í hinu liðinu því þær hafa gæði til að komast að markinu okkar eins og þær sýndu nokkrum sinnum þannig við vorum ekkert í rónni fyrr en þessi þrjú komu á frekar stuttum kafla."

Jóhann Kristinn er mjög hrifinn af liði Keflavíkur.

„Mér fannst þær aldrei hafa spilað illa í þeim leikjum sem eru búnir. Þær eru mjög þéttar og aggressívar, með góða leikmenn. Stigasöfnunin hlítur að fara detta fyrir þetta lið því þær eru öflugar. Þær komu ekkert á óvart, maður var með í maganum fyrir leikinn," sagði Jóhann Kristinn.

Hann var ánægður að sjá fleiri leikmenn komast á blað.

„Ég er ánægður með það. Það er gott fyrir liðið að það sé ekki alltaf sama umræða eftir leiki en það er ekkert að trufla okkur mikið. Það er gríðarlega gott fyrir þær sem skoruðu. Þetta eru nokkrar af þeim sem eru að vinna vinnuna fyrir okkur og er oft ekki mikið talað um en þær leggja mikið á sig og það var gott að fá aðeins inn á reikninginn fyrir alla vinnuna," sagði Jóhann Kristinn.


Athugasemdir
banner
banner
banner