Fimm stór félög að eltast við Semenyo - Man Utd í viðræðum um nítján ára miðjumann - Arsenal hefur áhuga á leikmanni AC Milan
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
Kiddi Jóns framlengir - Var í viðræðum við annað félag
Jóladagatalið: Elínborg gaf viðtal í sturtu eftir leik
Fer yfir næstu skref á Laugardalsvelli - „Setjum mikla pressu á þetta“
Jóladagatalið: Hugleysingjar dauðans
Jóladagatalið: Eiður Smári gekk út úr viðtali
Óþægileg óvissa en gerðist svo hratt - „Þarf að byrja á að virða þetta skref"
Jóladagatalið: Dansaði að hætti Boris Lumbana
Jóladagatalið: Fituprósenta og Framsókn
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
Andri Rafn: Ákveðinn léttir og mikil gleði að ná fyrsta sigrinum
Jóladagatalið: Baldur Sig og lága kvöldsólin
Höskuldur: Við Íslendingar ættum að fara kannast við þetta lið
Aron Snær: Svo hringir bara Kári Árna
Ólafur Ingi: Þá held ég að sigurinn skili sér
Jóladagatalið: Vona að þeir hafi verið á baki en ekki með hann í lúkunum
Jóladagatalið: Hvernig er að ganga í Feneyjum?
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
   þri 14. maí 2024 21:19
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Var með í maganum fyrir leikinn - „Ekki mikið talað um þær"
Kvenaboltinn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Karen María Sigurgeirsdóttir skoraði sitt fyrsta mark í kvöld
Karen María Sigurgeirsdóttir skoraði sitt fyrsta mark í kvöld
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Ég er ánægður, stoltur og montinn af stelpunum," sagði Jóhann Kristinn Gunnarsson þjálfari Þór/KA eftir öruggan sigur á Keflavík í kvöld.


Lestu um leikinn: Þór/KA 4 -  0 Keflavík

„Spilamennskan var að mestu leyti fín. Við vorum að spyrja spurninga og reyna gera ákveðna hluti og mér fannst það ganga nokkuð fínt. Glenn og Jóna vita hvað þau eru að gera og brugðust við, breyttu um kerfi í fyrri hálfleik. Þær voru að loka svæðum sem við vorum að fá," sagði Jóhann Kristinn.

„Meðan það er bara eins marks forystu þá er mikil von í hinu liðinu því þær hafa gæði til að komast að markinu okkar eins og þær sýndu nokkrum sinnum þannig við vorum ekkert í rónni fyrr en þessi þrjú komu á frekar stuttum kafla."

Jóhann Kristinn er mjög hrifinn af liði Keflavíkur.

„Mér fannst þær aldrei hafa spilað illa í þeim leikjum sem eru búnir. Þær eru mjög þéttar og aggressívar, með góða leikmenn. Stigasöfnunin hlítur að fara detta fyrir þetta lið því þær eru öflugar. Þær komu ekkert á óvart, maður var með í maganum fyrir leikinn," sagði Jóhann Kristinn.

Hann var ánægður að sjá fleiri leikmenn komast á blað.

„Ég er ánægður með það. Það er gott fyrir liðið að það sé ekki alltaf sama umræða eftir leiki en það er ekkert að trufla okkur mikið. Það er gríðarlega gott fyrir þær sem skoruðu. Þetta eru nokkrar af þeim sem eru að vinna vinnuna fyrir okkur og er oft ekki mikið talað um en þær leggja mikið á sig og það var gott að fá aðeins inn á reikninginn fyrir alla vinnuna," sagði Jóhann Kristinn.


Athugasemdir
banner
banner
banner