Allegri orðaður við Man Utd - Modric að framlengja við Real Madrid
Úlfur: Þetta var scrappy leikur
Dragan: Má ekki gleyma að okkur var spáð 12. sæti
Fúsi: Sýnum hverjir eiga Breiðholtið ennþá
Arnar Helgi: Stundum þarf maður bara að vinna þessa iðnaðarsigra
Árni Freyr: Hefði verið sanngjarnt ef hvorugt lið hefði fengið stig
SIgurvin: Mjög sárt að fá þessa tusku í andlitið
Gunnar Heiðar: Við erum stórhættulegir í skyndisóknum
Maggi: Stoltur af því hvernig við tækluðum þennan leik
Rúnar Kristins: Vinnum ekki fleiri leiki ef við spilum svona
Addi Grétars um dómsmálið við KA: Ég vona bara að menn láti hér við sitja
Ekkert helgarfrí í fyrsta sinn á árinu - „Verðum þar í hádeginu stelpur“
Adam Páls: Ég er Valsari dauðans
Brynjar Björn ánægður með frammistöðuna: Breytir því ekki að við dettum út úr bikarnum
Mörkin gáfu þeim sjálfstraust - „Við ætluðum að keyra meira á þá“
Pirraður Gregg Ryder: Það þurfa 11 leikmenn að stíga upp
Ari hefur aldrei tapað bikarleik: Erum með sigurvegara í þessu liði
Rúnar Páll: Þetta var kærkomið
Besta frammistaða sumarsins - „Það skellihlógu allir“
Arnar hatar þessa leiki: Ef ég vissi svarið þá væri ég milljarðamæringur
„Þurftum að fá svör og láta þá spreyta sig á móti góðu liði og ákváðum að nota bikarinn í það."
   þri 14. maí 2024 21:19
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Var með í maganum fyrir leikinn - „Ekki mikið talað um þær"
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Karen María Sigurgeirsdóttir skoraði sitt fyrsta mark í kvöld
Karen María Sigurgeirsdóttir skoraði sitt fyrsta mark í kvöld
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Ég er ánægður, stoltur og montinn af stelpunum," sagði Jóhann Kristinn Gunnarsson þjálfari Þór/KA eftir öruggan sigur á Keflavík í kvöld.


Lestu um leikinn: Þór/KA 4 -  0 Keflavík

„Spilamennskan var að mestu leyti fín. Við vorum að spyrja spurninga og reyna gera ákveðna hluti og mér fannst það ganga nokkuð fínt. Glenn og Jóna vita hvað þau eru að gera og brugðust við, breyttu um kerfi í fyrri hálfleik. Þær voru að loka svæðum sem við vorum að fá," sagði Jóhann Kristinn.

„Meðan það er bara eins marks forystu þá er mikil von í hinu liðinu því þær hafa gæði til að komast að markinu okkar eins og þær sýndu nokkrum sinnum þannig við vorum ekkert í rónni fyrr en þessi þrjú komu á frekar stuttum kafla."

Jóhann Kristinn er mjög hrifinn af liði Keflavíkur.

„Mér fannst þær aldrei hafa spilað illa í þeim leikjum sem eru búnir. Þær eru mjög þéttar og aggressívar, með góða leikmenn. Stigasöfnunin hlítur að fara detta fyrir þetta lið því þær eru öflugar. Þær komu ekkert á óvart, maður var með í maganum fyrir leikinn," sagði Jóhann Kristinn.

Hann var ánægður að sjá fleiri leikmenn komast á blað.

„Ég er ánægður með það. Það er gott fyrir liðið að það sé ekki alltaf sama umræða eftir leiki en það er ekkert að trufla okkur mikið. Það er gríðarlega gott fyrir þær sem skoruðu. Þetta eru nokkrar af þeim sem eru að vinna vinnuna fyrir okkur og er oft ekki mikið talað um en þær leggja mikið á sig og það var gott að fá aðeins inn á reikninginn fyrir alla vinnuna," sagði Jóhann Kristinn.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner