Arsenal og Man Utd vilja Adeyemi - Stórveldi á eftir miðjumanni AZ - PSG vill Vinícius á frjálsri sölu 2027 - Newcastle skoðar Trafford
Toddi: Ef við byrjum eins og í Bakú þá eigum við góða möguleika
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
„Rómantíkusinn í Arnari Gunnlaugssyni“
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
Þjálfari Fortuna: Því ætla ég ekki að svara
Nik: Ég hef heyrt að hann sé hræðilegur
Karólína kenndi stuðningsmönnum Inter íslenskan frasa
Guðlaugur Victor: Megum alls ekki halda að þetta verði auðvelt
Agla María: Höfum tækifæri til þess að skrifa söguna hjá Breiðabliki
Nik: Viljum góðan leik, góða mætingu og úrslit sem setja okkur í góða stöðu fyrir seinni leikinn
Davíð Smári: Hrós fyrir mig og félagið að Eiður vilji taka þátt í þessu verkefni
Vildi vinna áfram með Davíð - „Ekkert heillaði mig jafn mikið"
Sjáðu það helsta úr spænska: Þrenna Lewandowski bjargaði Barcelona
Sjáðu það helsta úr ítalska: Albert skoraði og De Gea með furðulega tilburði
banner
   þri 14. maí 2024 21:19
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Var með í maganum fyrir leikinn - „Ekki mikið talað um þær"
Kvenaboltinn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Karen María Sigurgeirsdóttir skoraði sitt fyrsta mark í kvöld
Karen María Sigurgeirsdóttir skoraði sitt fyrsta mark í kvöld
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Ég er ánægður, stoltur og montinn af stelpunum," sagði Jóhann Kristinn Gunnarsson þjálfari Þór/KA eftir öruggan sigur á Keflavík í kvöld.


Lestu um leikinn: Þór/KA 4 -  0 Keflavík

„Spilamennskan var að mestu leyti fín. Við vorum að spyrja spurninga og reyna gera ákveðna hluti og mér fannst það ganga nokkuð fínt. Glenn og Jóna vita hvað þau eru að gera og brugðust við, breyttu um kerfi í fyrri hálfleik. Þær voru að loka svæðum sem við vorum að fá," sagði Jóhann Kristinn.

„Meðan það er bara eins marks forystu þá er mikil von í hinu liðinu því þær hafa gæði til að komast að markinu okkar eins og þær sýndu nokkrum sinnum þannig við vorum ekkert í rónni fyrr en þessi þrjú komu á frekar stuttum kafla."

Jóhann Kristinn er mjög hrifinn af liði Keflavíkur.

„Mér fannst þær aldrei hafa spilað illa í þeim leikjum sem eru búnir. Þær eru mjög þéttar og aggressívar, með góða leikmenn. Stigasöfnunin hlítur að fara detta fyrir þetta lið því þær eru öflugar. Þær komu ekkert á óvart, maður var með í maganum fyrir leikinn," sagði Jóhann Kristinn.

Hann var ánægður að sjá fleiri leikmenn komast á blað.

„Ég er ánægður með það. Það er gott fyrir liðið að það sé ekki alltaf sama umræða eftir leiki en það er ekkert að trufla okkur mikið. Það er gríðarlega gott fyrir þær sem skoruðu. Þetta eru nokkrar af þeim sem eru að vinna vinnuna fyrir okkur og er oft ekki mikið talað um en þær leggja mikið á sig og það var gott að fá aðeins inn á reikninginn fyrir alla vinnuna," sagði Jóhann Kristinn.


Athugasemdir
banner
banner