Van de Ven, Mainoo, Gabriel Jesus, Trossard, Mateta, Wharton, Onana og fleiri góðir í slúðri dagsins
„Þú veist að það er bara einn Siggi Hall"
Guðlaugur Victor fer yfir sigurmark Frakka: Ég er nógu hraður til að díla við Mbappe
Daníel Tristan í skýjunum: Það skemmtilegasta sem ég hef gert í lífinu
Skoraði markið umtalaða - „Dómaranum fannst það sem ég skil ekki”
Ísak stoltur og talar um rán - „Ég er bara að drepast”
Vissi að þetta væri rautt: „Sagði strax við strákana að ég ætla að liggja aðeins“
Franskur blaðamaður: Yrði mikið sjokk að vinna ekki Ísland
Kristian: Ekki rétt það sem kom fram um mig
„Ef við byrjum leikina eins og seinni hálfleik getum við gert drullu góða hluti"
Ólafur Ingi stoltur af frammistöðunni - „Fyrir mér glórulaus dómur"
Mikael Egill: Er það ekki bara Frakkinn?
Stefán Teitur: Nei, það er geðveikt
Sverrir Ingi: Bónusleikur fyrir okkur
Ísak Bergmann: Stórt fyrir Skagann á erfiðu sumri
„Mbappé má eiga það að hann er fljótur”
Björgvin Karl: Hefðum átt að klára þennan leik
Óli Kri: Við fengum erfiðan andstæðing í dag
Bjarni Jó: Getum sjálfum okkur um kennt
Völsungur áfram í Lengjudeildinni þvert á allar spár - „Tilfinningin er ótrúlega sæt"
Gústi Gylfa: Hann átti stjörnumóment síðustu tíu
   þri 14. maí 2024 21:19
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Var með í maganum fyrir leikinn - „Ekki mikið talað um þær"
Kvenaboltinn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Karen María Sigurgeirsdóttir skoraði sitt fyrsta mark í kvöld
Karen María Sigurgeirsdóttir skoraði sitt fyrsta mark í kvöld
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Ég er ánægður, stoltur og montinn af stelpunum," sagði Jóhann Kristinn Gunnarsson þjálfari Þór/KA eftir öruggan sigur á Keflavík í kvöld.


Lestu um leikinn: Þór/KA 4 -  0 Keflavík

„Spilamennskan var að mestu leyti fín. Við vorum að spyrja spurninga og reyna gera ákveðna hluti og mér fannst það ganga nokkuð fínt. Glenn og Jóna vita hvað þau eru að gera og brugðust við, breyttu um kerfi í fyrri hálfleik. Þær voru að loka svæðum sem við vorum að fá," sagði Jóhann Kristinn.

„Meðan það er bara eins marks forystu þá er mikil von í hinu liðinu því þær hafa gæði til að komast að markinu okkar eins og þær sýndu nokkrum sinnum þannig við vorum ekkert í rónni fyrr en þessi þrjú komu á frekar stuttum kafla."

Jóhann Kristinn er mjög hrifinn af liði Keflavíkur.

„Mér fannst þær aldrei hafa spilað illa í þeim leikjum sem eru búnir. Þær eru mjög þéttar og aggressívar, með góða leikmenn. Stigasöfnunin hlítur að fara detta fyrir þetta lið því þær eru öflugar. Þær komu ekkert á óvart, maður var með í maganum fyrir leikinn," sagði Jóhann Kristinn.

Hann var ánægður að sjá fleiri leikmenn komast á blað.

„Ég er ánægður með það. Það er gott fyrir liðið að það sé ekki alltaf sama umræða eftir leiki en það er ekkert að trufla okkur mikið. Það er gríðarlega gott fyrir þær sem skoruðu. Þetta eru nokkrar af þeim sem eru að vinna vinnuna fyrir okkur og er oft ekki mikið talað um en þær leggja mikið á sig og það var gott að fá aðeins inn á reikninginn fyrir alla vinnuna," sagði Jóhann Kristinn.


Athugasemdir