Al Hilal undirbýr stórt tilboð í Fernandes - Bayern vill Mitoma - Delap og Doak til Everton?
   mán 12. maí 2025 09:30
Ívan Guðjón Baldursson
„Arsenal verður að kaupa tvo framherja og einn miðjumann"
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Fótboltasérfræðingurinn Gary Neville tjáði sig um vandræðin hjá Arsenal fyrir jafntefli liðsins gegn Liverpool í ensku úrvalsdeildinni í gær.

Neville telur að Arsenal vanti aðeins uppá til að geta unnið mikilvægan titil á næsta ári. Hann segir að liðinu vanti nýjan miðjumann og tvo framherja til að enda fimm ára bið eftir titli.

„Arsenal hefur keypt leikmenn fyrir 750 milljónir punda á síðustu sjö árum og á þeim tíma hefur einungis einn framherji verið fenginn til félagsins. Það er gjörsamlega fáránlegt. Núna þarf félagið að kaupa tvo nýja framherja til að geta veitt raunverulega samkeppni um titil," sagði Neville.

„Þar að auki vantar liðinu miðjumann sem getur tekið boltann úr vörninni og fært hann upp völlinn. Thomas Partey er ekki sérlega góður í því og Declan Rice sýndi það gegn PSG að hann er heldur ekki nægilega góður í því hlutverki.

„Arsenal verður að kaupa tvo framherja og einn miðjumann í sumar."


Arsenal situr í 2. sæti úrvalsdeildarinnar sem stendur og gæti endað í því sæti þriðja tímabilið í röð.

Arsenal hefur ekki unnið titil síðan liðið vann FA bikarinn 2020.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Liverpool 37 25 8 4 85 40 +45 83
2 Arsenal 37 19 14 4 67 33 +34 71
3 Man City 37 20 8 9 70 44 +26 68
4 Newcastle 37 20 6 11 68 46 +22 66
5 Chelsea 37 19 9 9 63 43 +20 66
6 Aston Villa 37 19 9 9 58 49 +9 66
7 Nott. Forest 37 19 8 10 58 45 +13 65
8 Brighton 37 15 13 9 62 58 +4 58
9 Brentford 37 16 7 14 65 56 +9 55
10 Fulham 37 15 9 13 54 52 +2 54
11 Bournemouth 37 14 11 12 56 46 +10 53
12 Crystal Palace 37 13 13 11 50 50 0 52
13 Everton 37 10 15 12 41 44 -3 45
14 Wolves 37 12 5 20 53 68 -15 41
15 West Ham 37 10 10 17 43 61 -18 40
16 Man Utd 37 10 9 18 42 54 -12 39
17 Tottenham 37 11 5 21 63 61 +2 38
18 Leicester 37 6 7 24 33 78 -45 25
19 Ipswich Town 37 4 10 23 35 79 -44 22
20 Southampton 37 2 6 29 25 84 -59 12
Athugasemdir