Amorim gæti stigið frá borði ef slæmt gengi Man Utd heldur áfram - Bayern ætlar ekki að bjóða Sane hærri samning
   mán 12. maí 2025 12:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Með skilaboð til Magga: Þetta var ekki mómentið til að kalla eftir virðingu
Magnús Már vildi fá tvö víti.
Magnús Már vildi fá tvö víti.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Baldvin fór í skjáinn.
Baldvin fór í skjáinn.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Niðurstaðan: Ekkert víti.
Niðurstaðan: Ekkert víti.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Magnús Már Einarsson, þjálfari Aftureldingar, vildi fá vítaspyrnur dæmdar á Vestra þegar Afturelding heimsótti Vestra á laugardag. Þjálfarinn kallaði eftir virðingu frá dómurum og vonast eftir því að fá VAR myndbandstæknina sem fyrst í íslenska boltann.

„Erum að endurupplifa sama í dag (og gegn Fram í 4. umferð), þeir fá víti og ekkert mál en það kemur nákvæmlega eins atvik tíu mínútum síðar. Eina sem er þar er kannski að við öskrum ekki nógu hátt til að kalla eftir því, pjúra víti," sagði Maggi.

„Svo fer boltinn í hendina á varnarmanninum þeirra í lokin, tvö víti þarna sem við fáum ekki, mér finnst við eiga meiri virðingu skilið frá dómurunum. Við þurfum að líta inn á við en við þurfum líka að fá betri dómgæslu að lykilmómentum. Vonandi kemur VAR í íslenska boltann sem fyrst því við þurfum á VAR að halda til að tækla svona lykilmóment."

Lestu um leikinn: Vestri 2 -  0 Afturelding

Baldvin Már Borgarsson var sérfræðingur í Innkastinu þar sem 6. umferðin var gerð upp. Hann skoðaði vítaköll Aftureldingar sérstaklega fyrir þáttinn.

„Ég fór aftur yfir þessi atriði sem Maggi vildi fá vítaspyrnu á. Þegar Fatai á að hafa farið í Aron Jó, ég í alvörunni sé ekki snertinguna þarna, get ekki séð að þetta sé vítaspyrna út frá þessu eina sjónarhorni. Svo vilja þeir fá hendi undir lok leiks, það er bara skot sem mér sýnist fara í rassinn á varnarmanni Vestra. Ef boltinn snertir á honum hendina þá er það aldrei vítaspyrna af því boltinn er á leið í líkamann á varnarmanninum."

„Það að biðja um einhverja virðingu frá dómurum, þegar þú ert að spila á Ísafirði á móti Vestra - með fullri virðingu fyrir þeim - þetta er ekki mómentið Maggi til að kalla eftir einhverri virðingu frá þeim. Þú ert að spila við liðið sem er líklega með minnstu virðinguna í deildinni ef út í það er farið. Þú getur ekki sett þig upp á móti Vestra, óskað eftir virðingu frá dómurum í deildinni og reynt að spila þig sem litla manninn. Bara gleymdu pælingunni. Ég hefði skilið þessi ummæli á móti Breiðabliki eða Víkingi ef honum þætti á sér brotið þar, ekki þarna,"
segir Baldvin.

Almarr Ormarsson var með Baldvini og Elvari Geir í þættinum. Almarr tók undir með Baldvini.

„Ég er sammála þér, hann verður að passa sig aðeins. Það skiptir máli hvað þú segir í viðtölum. Hann er ekki reyndasti þjálfarinn í bransanum en hefur unnið hinu megin við míkrafóninn. Af öllum nýjum þjálfurum á hann að kunna þetta og verður að passa sig. Ekki fara í dómarann nema það sé eitthvað augljóst. Ef að þú (Baldvin) sérð þetta ekki eftir að hafa skoðað þetta - þó að þetta sé bara einnar myndavélar leikur, það skiptir ekki máli - ef þú sérð þetta ekki augljóslega á upptöku, hvernig í ósköpunum á þá dómarinn að sjá það þegar hann fær að sjá þetta einu sinni inni á vellinum. Dómararnir munu einhvern tímann falla með Aftureldingu og einhvern tímann á móti þeim, þannig er dómgæslan í fótboltanum alls staðar. Það er hundfúlt þegar þér finnst þú eiga að fá tvær vítaspyrnur, og extra fúlt þegar hitt liðið fær vítaspyrnu, þér finnst þú alltaf eiga að fá víti á móti. Maggi verður bara að vera snöggur að læra af þessu, ekki detta í þennan pakka. Maður hefur oft séð þjálfara gera þetta, menn verða bara að fókusa á sitt lið og hvað það getur gert betur," segir Almarr.

„Það er ekki einn dómari á Íslandi sem heldur að það sé erfiðara að dæma gegn Vestra heldur en Aftureldingu. Þetta var smá eins og einhver frasi sem Maggi var búinn að ákveða að taka, en tók hann á ömurlegu augnabliki," bætti Baldvin við.
Innkastið - Almarr með áhyggjur, sögulegt mark og Maggi fær VAR
Athugasemdir
banner