Newcastle hefur áhuga á Jóni Degi - Brighton reynir við Summerville - Tilboði Tottenha í Toney hafnað
   fös 14. júní 2024 10:25
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Heimild: Þungavigtin 
Aron Einar: Viðar Örn þarf að gera þetta almennilega
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Viðar Örn Kjartansson var ekki í leikmannahópi KA þegar liðið mætti Fram í Mjólkurbikarnum í gær. Þjálfarinn, Hallgrímur Jónasson, segir að Viðar þurfi að standa sig betur á æfingum til þess að komast í hópinn.

Lestu um leikinn: KA 3 -  0 Fram

Rætt var um Viðar Örn í Þungavigtinni í gærkvöldi.

„Þetta er bara einhver leikþáttur, orðið algjört fíaskó og menn þurfa að koma hreint fram með hvað sé í gangi, ekki vera eins og köttur í kringum heitan graut," sagði Kristján Óli Sigurðsson.

Landsliðsfyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson var gestur í þættinum og tjáði sig um Viðar.

„Auðvitað er þetta skrítið. En ég skil alveg Hadda, hann er að reyna koma einhverjum öðruvísi skilaboðum á framfæri en hann má kannski segja. Þetta er eitthvað sem þeir eru að díla við innanborðs. Vonandi ná þeir því. Ég þekki VÖKina, Viðar Örn þarf að vera í formi til þess að raða inn mörkunum, og hann veit það sjálfur. Ég hef ekkert talað við hann, en hann þarf að gera þetta almennilega ef hann ætlar að fara aftur út og í atvinnumennsku. Hann þarf að gera þetta af fullum krafti, getur ekki gert þetta einhvern veginn af hálfum hug. Ég þekki alveg gæjann, hann vill skora mörk, en til þess þarf hann að vera á fullu gasi," sagði Aron Einar.

Kristján Óli segir að það sé eins og Viðari hafi verið þvingað inn á þjálfarann, eins og stjórnin hafi tekið ákvörðunina. „Viðar var á lausu og hann er búinn að vera þarna síðan í lok márs. Það er að detta í júlí. Undirbúningstímabil hjá atvinnumannaliði er 4-5 vikur. Hann á að vera kominn í stand."

Viðar hefur komið við sögu í tíu leikjum með KA, tvisvar sinnum ekki verið í hóp og byrjað einn leik.
Athugasemdir
banner
banner
banner