Real vill Trent - Man Utd mun ekki reyna við Southgate - Aston Villa býr sig undir að keppa um Williams
banner
   fös 14. júní 2024 18:36
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Óskar var á Wembley - „Voru tíu sinnum lélegri live"
Í stúkunni á Wembley.
Í stúkunni á Wembley.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Enska landsliðið er í miklu uppáhaldi hjá mörgum Íslendingum en liðið ætlar sér stóra hluti á EM í ár.


EM hefst í kvöld á leik Þýskalands og Skotlands en England spilar sinn fyrsta leik gegn Serbíu á sunnudaginn. Liðið tapaði í úrslitum gegn Ítalíu á síðasta EM og ætlar sér skrefinu lengra í ár.

Óskar Hrafn Þorvaldsson er sérfræðingur á Rúv yfir mótið en hann hefur enga trú á enska liðinu eftir að liðið tapaði gegn Íslandi í síðasta vináttulandsleik sínum fyrir mótið.

„Maður er gegnsýrður af þessum enska bolta og enska landsliðinu. Ég hins vegar var á vellinum á England - Ísland. Þeir sem horfðu á þetta í gegnum sjónvarp - Þeir voru tíu sinnum lélegri live heldur en í gegnum sjónvarp, þeir voru óhemju lélegir. Það er erfitt á trúa því að þú getir verið svona lélegur og farið svo að berjast um Evrópumeistaratitilinn," sagði Óskar Hrafn.


Athugasemdir
banner
banner
banner