Chelsea og Man Utd berjast um miðjumann - Palace vill leikmann Bayern og Brennan Johnson
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
Andri Rafn: Ákveðinn léttir og mikil gleði að ná fyrsta sigrinum
Jóladagatalið: Baldur Sig og lága kvöldsólin
Höskuldur: Við Íslendingar ættum að fara kannast við þetta lið
Aron Snær: Svo hringir bara Kári Árna
Ólafur Ingi: Þá held ég að sigurinn skili sér
Jóladagatalið: Vona að þeir hafi verið á baki en ekki með hann í lúkunum
Jóladagatalið: Hvernig er að ganga í Feneyjum?
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
Jóladagatalið: Ólafur Karl Finsen í kleinu
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
Hjörvar Daði: Markmiðið er að fara upp
Damir: Auðveld ákvörðun að velja Grindavík
banner
   sun 14. júlí 2019 19:36
Arnar Helgi Magnússon
Bjarni Gunn: Braut ógeðslega á mér og stundarbrjálæðið tók yfir
Mynd: Fótbolti.net - Ingunn Hallgrímsdóttir
HK fór með 2-1 sigur af hólmi þegar liðið mætti KA í Kórnum í dag. Valgeir Valgeirsson skoraði sigurmarkið þegar stutt var eftir af leiknum.

Bjarni Gunnarsson, leikmaður HK, var kátur með stigin þrjú í leikslok.

Lestu um leikinn: HK 2 -  1 KA

„Þetta var kaflaskiptur leikur. Mér fannst við vera með tökin á þessu til að byrja með og við skorum gott mark. Þeir sköpuðu ekkert og voru ekki hættulegir, svo færum við þeim víti á silfurfati," sagði Bjarni Gunnarsson.

„Í síðari hálfleik taka þeir síðan aðeins tökin á leiknum en það var kærkomið að fá þetta annað mark frá Valla (Valgeiri) og mér fannst við sigla þessu vel heim. Við sýndum karakter og kláruðum þennan leik."

Bjarni fékk að líta beint rautt spjald í uppbótartíma leiksins. Atvikið gerðist alveg út í hornfána og því erfitt fyrir áhorfendur að sjá hvað nákvæmlega gerðist.

„Þetta var bara æsingur milli tveggja manna. Ég ætla ekkert að lýsa þessu nánar en ég er rólyndis maður og ég hefði ekkert brugðist svona við nema eitthvað hafi verið gert mér. Mér fannst hann brjóta frekar ógeðslega á mér fyrst og stundarbrjálæðin tók yfir hjá mér. Verðskuldað rautt á mig en mér finnst að hann hafi líka átt að fá rautt spjald," sagði Bjarni að lokum.

Nánar er rætt við Bjarna hér í spilaranum að ofan.
Athugasemdir
banner
banner