Kobbie Mainoo, Antoine Semenyo, Brennan Johnson, Marcus Rashford og fleiri koma við sögu
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
Kiddi Jóns framlengir - Var í viðræðum við annað félag
Jóladagatalið: Elínborg gaf viðtal í sturtu eftir leik
Fer yfir næstu skref á Laugardalsvelli - „Setjum mikla pressu á þetta“
Jóladagatalið: Hugleysingjar dauðans
Jóladagatalið: Eiður Smári gekk út úr viðtali
Óþægileg óvissa en gerðist svo hratt - „Þarf að byrja á að virða þetta skref"
Jóladagatalið: Dansaði að hætti Boris Lumbana
Jóladagatalið: Fituprósenta og Framsókn
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
banner
   þri 14. júlí 2020 20:29
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Andri Hjörvar: Auðvitað tekur maður utan um og hughreystir hana
Þarf að vera með killer instinct til að vinna leiki
Kvenaboltinn
Andri var svekktur í leikslok.
Andri var svekktur í leikslok.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
„Svekktur, við ætluðum að ná í þrjú stig á heimavelli en þetta er kannski einn af þessum dögum þar sem ekkert fellur með manni og svo týpískt klaufamark undir lokin sem setur punktinn yfir iið," sagði Andri Hjörvar Albertsson, þjálfari Þór/KA, eftir tap gegn FH.

Lestu um leikinn: Þór/KA 0 -  1 FH

„Ég er alls ekki sáttur með spilamennskuna heilt yfir. Við hefðum getað gert miklu miklu betur og verið beittari. Við mættum ekki alveg klárar til leiks, vissum að þetta yrði fætingur og ekkert endilega fallegasti fótboltinn. Stelpurnar reyndu sitt besta og þær fá credit fyrir það. En maður þarf að skora, maður þarf að skjóta og vera með 'killer instinct' til að vinna leiki."

Leikurinn var kaflaskiptur, jafnræði til að byrja með en svo tók FH yfir í seinni hluta fyrri hálfleiks. Þór/KA réð svo algjörlega ferðinni fram að 70. mínútu eða svo og þá tók FH aftur aðeins völdin fram að markinu.

„Þetta var mjög kaflaskiptur leikur, liðin skiptust á að vera með yfirhöndina. Ég get bara hrósað FH-liðinu fyrir að mæta hérna kolvitlausar til leiks og að ná í þessi þrjú stig. Að sama skapi lærum við af þessu."

Harpa Jóhannsdóttir, markvörður Þór/KA, átti stórkostlega markvörslu frá Birtu Georgsdóttur í fyrri hálfleik en gerir sig svo seka um mistök þegar skammt er eftir sem kosta mark. Hvað segir Andri við hana eftir leik?

„Auðvitað tekur maður utan um hana og hughreystir hana. Hún er frábær markvörður og má ekki bara einbeita sér að þessu atviki. Hún verður líka að sjá allt það góða sem hún gerði. Ég hef engar áhyggjur af Hörpu, við, þjálfarateymið og liðið, stöndum á bakvið hana og hún mætir kokhraust í næsta leik," sagði Andri.

Nánar er rætt við Andra í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner