Arsenal á góða möguleika á að fá Rodrygo - Atletico leggur allt kapp á að fá Romero - West Ham hafnaði tilboði í Kudus
Hrannar Snær: Mjög sáttur með mína frammistöðu það sem af er
Dóri Árna: Slakasti hálfleikurinn í sumar
Maggi Már: Bara einn staður sem þeir eiga að vera á og það er hérna í 270
Siggi Höskulds: Þetta á að skila sigri alveg sama á hvaða velli
Venni: Þetta er algjört lúxusvandamál sem ég glími við
Tómas Bjarki: Þetta er alveg kúnst
Halli Hróðmars: Leikplanið fór út um gluggann snemma í dag
Gunnar Heiðar: Þegar lestin er farin af stað er helvíti erfitt að stoppa hana
Jakob Gunnar: Einhver skrítnasta skottækni sem ég hef séð
Með þrjú stórmót og yfir 100 leiki á bakinu - „Ég fer með það í gröfina"
„Viðurkenning fyrir hana og íslenskan fótbolta"
Vann með Frank Lampard áður en hann tók til starfa hjá KSÍ
Gunnhildur elskar nýtt hlutverk - „Baldvin Leó fékk að fljóta með"
Steini: Ákveðinn lamandi ótti eiginlega
Þurfum að vinna heimakonur - „Þetta eru allt heimsklassa lið"
Fyrstu mínútur Kötlu á stórmóti - „Fokking hell maður"
Karólína Lea: Ég hef aldrei séð hana jafn hvíta í framan
Sveindís: Spilum ekki fótbolta í fyrri hálfleik
Ingibjörg: Auðvelt að segja að þetta eigi að vera venjulegt
Cecilía segir hafa verið stress í liðinu - „Ætlum að vinna næstu tvo“
   þri 14. júlí 2020 20:29
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Andri Hjörvar: Auðvitað tekur maður utan um og hughreystir hana
Þarf að vera með killer instinct til að vinna leiki
Kvenaboltinn
Andri var svekktur í leikslok.
Andri var svekktur í leikslok.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
„Svekktur, við ætluðum að ná í þrjú stig á heimavelli en þetta er kannski einn af þessum dögum þar sem ekkert fellur með manni og svo týpískt klaufamark undir lokin sem setur punktinn yfir iið," sagði Andri Hjörvar Albertsson, þjálfari Þór/KA, eftir tap gegn FH.

Lestu um leikinn: Þór/KA 0 -  1 FH

„Ég er alls ekki sáttur með spilamennskuna heilt yfir. Við hefðum getað gert miklu miklu betur og verið beittari. Við mættum ekki alveg klárar til leiks, vissum að þetta yrði fætingur og ekkert endilega fallegasti fótboltinn. Stelpurnar reyndu sitt besta og þær fá credit fyrir það. En maður þarf að skora, maður þarf að skjóta og vera með 'killer instinct' til að vinna leiki."

Leikurinn var kaflaskiptur, jafnræði til að byrja með en svo tók FH yfir í seinni hluta fyrri hálfleiks. Þór/KA réð svo algjörlega ferðinni fram að 70. mínútu eða svo og þá tók FH aftur aðeins völdin fram að markinu.

„Þetta var mjög kaflaskiptur leikur, liðin skiptust á að vera með yfirhöndina. Ég get bara hrósað FH-liðinu fyrir að mæta hérna kolvitlausar til leiks og að ná í þessi þrjú stig. Að sama skapi lærum við af þessu."

Harpa Jóhannsdóttir, markvörður Þór/KA, átti stórkostlega markvörslu frá Birtu Georgsdóttur í fyrri hálfleik en gerir sig svo seka um mistök þegar skammt er eftir sem kosta mark. Hvað segir Andri við hana eftir leik?

„Auðvitað tekur maður utan um hana og hughreystir hana. Hún er frábær markvörður og má ekki bara einbeita sér að þessu atviki. Hún verður líka að sjá allt það góða sem hún gerði. Ég hef engar áhyggjur af Hörpu, við, þjálfarateymið og liðið, stöndum á bakvið hana og hún mætir kokhraust í næsta leik," sagði Andri.

Nánar er rætt við Andra í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner