Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 14. júlí 2020 19:02
Brynjar Ingi Erluson
Championship: Wigan skoraði átta gegn Hull - Boro að bjarga sér frá falli
Kieffer Moore fagnar marki gegn Hull í dag
Kieffer Moore fagnar marki gegn Hull í dag
Mynd: Getty Images
Enska B-deildariðið Wigan Athletic niðurlægði Hull City er liðin mættust í 44. umferð deildarinnar í kvöld en Wigan gerði átta mörk í leiknum, þar af sjö í fyrri hálfleik.

Wigan er að glíma við erfiða hluti utan vallar en félagið er á barmi gjaldþrots og hefur málið verið til rannsóknar hjá ensku deildinni en það gæti farið svo að Wigan fá mínusstig á þessari leiktíð.

Liðið gerir allt sem það getur til að bjarga sér frá falli og það virðist ætla að heppnast. Wigan vann Hull 8-0 í kvöld.

Wigan skoraði sjö í fyrri hálfleik og svo fullkomnaði Kieran Dowell þrennu sína í þeim síðari. Þetta er stærsti sigur Wigan í sögu félagsins en metið var 7-0 og kom sá sigur gegn Oxford fyrir þremur árum.

Wigan er nú með 57 stig í 13. sæti. Eins og áður kom fram er möguleiki á því að það verði dregin tólf mínusstig af liðinu og ef það gengur eftir þá er liðið með 45 stig eða jafnmörg og Hull og Luton, en Wigan er þá með betri markatölu. Það verður þó að koma í ljós á næstu vikum en nú er unnið að því að reyna að bjarga félaginu frá því að fara í greiðslustöðvun.

Á meðan vann Middlesbrough gríðarlega mikilvægan 2-1 sigur á Reading. Boro hefur verið að ná í mikilvæg stig í síðustu leikjum og var það Patrick Roberts sem reyndist hetja Boro í kvöld.

Nú er liðið með 50 stig þegar tveir leiki eru eftir og útlit fyrir að liðið verði áfram í B-deildinni.

Wigan 8 - 0 Hull City
1-0 Kal Naismith ('1 )
2-0 Kieffer Moore ('27 )
3-0 Kieran Dowell ('32 )
4-0 Jamal Lowe ('37 )
5-0 Kieffer Moore ('40 )
6-0 Kieran Dowell ('42 )
7-0 Joe Williams ('45 )
8-0 Kieran Dowell ('65 )

Reading 1 - 2 Middlesbrough
1-0 Liam Moore ('33 )
1-1 Ashley Fletcher ('45 )
1-2 Patrick Roberts ('82 )
Athugasemdir
banner
banner