Watkins orðaður við United - Bayern sýnir Díaz áhuga - Arsenal hefur rætt við Eze
   mið 14. júlí 2021 17:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Segja Barca og Atletico ætla að skipta á Saul og Griezmann
Spænski miðillinn COPE greinir frá því að Barcelona sé búið að ná samkomulagi við Atltico .

Samkomulagið snýr að því að Atletico fái Antoine Griezmann frá Barcelona og að Barcelona fái Saul Niguez.

Barcelona vill losna við Griezmanna af launaskrá þar sem félagið á í miklum fjárhagsörðugleikum.

Atletico Madrid er komið með Rodrigo De Paul í sínar raðir og vill núna losna við Saul sem spilar sömu stöðu.

Griezmann kom til Barcelona frá Atletico fyrir tveimur árum og hefur ekki náð að slá í gegn.
Athugasemdir
banner
banner