Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fös 14. ágúst 2020 10:30
Magnús Már Einarsson
Gústi Gylfa: Stjarnan sérfræðingar í sóttkví
Ágúst Gylfason.
Ágúst Gylfason.
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Pepsi Max-deildin hefst að nýju í kvöld eftir tæplega þriggja vikna hlé vegna kórónuveirunnar. Ágúst Gylfason, þjálfari Gróttu, er spenntur fyrir því að hefja leik að nýju.

„Eins og í vor hafa þetta verið skrýtnir tímar en við þiggjum alltaf að spila fótbolta, bæði í æfingum og leikjum. Við erum í þessu til að spila fótbolta og það er mikil tilhlökkun að byrja aftur eftir tveggja vikna frí," sagði Ágúst við Fótbolta.net.

Grótta heimsækir Stjörnuna á Samsungvöllinn í Garðabæ klukkan 19:15 í kvöld.

„Stjörnumenn eru sérfræðingar í að vera í sóttkví og vera í svona fríi. Þeir hafa komið mjög vel út úr því," sagði Ágúst og vísaði í að Stjarnan hefur ekki tapað leik síðan liðið fór í tveggja vikna sóttkví í byrjun tímabils.

„Þeir eru með gríðarlega öflugt lið. Möguleikar okkar eru alltaf einhverjir en þetta verður erfiður leikur og ekkert annað."

Sjá einnig:
Axel og Patrik á leið til Bandaríkjanna - Grótta gæti bætt við sig

NÆSTU LEIKIR Í PEPSI MAX-DEILD KARLA:

Í kvöld
18:00 KR-FH (Meistaravellir)
19:15 Stjarnan-Grótta (Samsungvöllurinn)

laugardagur 15. ágúst
16:00 ÍA-Fylkir (Norðurálsvöllurinn)
16:00 Valur-KA (Origo völlurinn)

sunnudagur 16. ágúst
17:00 HK-Fjölnir (Kórinn)
19:15 Víkingur R.-Breiðablik (Víkingsvöllur)

mánudagur 17. ágúst
18:00 FH-Stjarnan (Kaplakrikavöllur)
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner