Höskuldur skoraði tvö: Var með ágætis tilfinningu í nýjum skóm
Jón Þór: Þessi leikur á eftir að nýtast okkur helling
Dóri staðfestir viðræðuslitin: Var kannski ekki eins og menn höfðu séð fyrir sér
Gummi Tóta: Vonaðist til að hjálparvörnin kæmi
Andri Lucas: Vonandi komumst við á stórmót eins fljótt og hægt er
Daníel Leó: Menn eru ennþá í áfalli
Hákon Arnar: Ég vona það fyrir framtíðina
Stefnan er sett á HM - „Maður lærir mest þegar á móti blæs“
„Ekkert eðlilega svekkjandi, ömurlegt bara"
Jói Berg: Grátlegt að vera svona nálægt þessu og ná ekki á EM
Jón Dagur: Líður eins og tímabilið sé búið
Hareide lítur björtum augum á framtíðina - „Þurfum fleiri varnarmenn"
Furðar sig á ákvörðun Rebrov - „Held að Guðmundsson skori"
Beðið um mynd í miðju viðtali - „Ef þú syngur með okkur í 90 mínútur þá ertu í Tólfunni"
Joey Drummer: Besta stund sem ég hef upplifað
Siggi Bond með innherjaupplýsingar fyrir leikinn í kvöld
Sjáðu auglýsinguna fyrir Bestu deildina 2024 - Þekkt andlit í nýjum aðstæðum
27 þúsund miðar seldir á Úkraína - Ísland í Wroclaw skálinni
Víðir Sig: Væri gaman ef annar draumur myndi rætast í þessari borg
Jói bjartsýnn á að geta spilað - „Það róaði taugarnar ansi mikið"
   fös 14. ágúst 2020 22:08
Arnar Laufdal Arnarsson
Gústi Gylfa: Þetta var varnarsigur
Sáttur með stigið
Sáttur með stigið
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Í kvöld klukkan 19:15 áttust við Stjarnan og Grótta á Samsung-vellinum í 12. umferð Pepsi-Max deildar karla en leikar enduðu með 1-1 jafntefli eftir fjörugar 90 mínútur.

"Þetta var varnarsigur fannst mér, við börðumst fyrir hvorn annan og vörðum mark okkar vel, Stjarnan náði ekki að skapa sér mikið af færum, fengu eitt færi í fyrri hálfleik og skoruðu úr því og kannski seinustu 10-15 mínúturnar í leiknum herjuðu þeir mikið á okkur og við náðum alltaf að loka fyrir með hetjulegri frammistöðu og baráttu, náðum svo að skora eitt mark þannig var kærkomið stig, frábært stig fyrir okkur á gríðarlega erfiðum útivelli" Sagði Ágúst Gylfason þjálfari Gróttu eftir leik.

Lestu um leikinn: Stjarnan 1 -  1 Grótta

Fannst Gústa þeirra lið hafa gott af Covid pásunni?

"Ég held að enginn hafi haft gott af henni því við vorum ekki að æfa í contact og auðvitað hefur það áhrif á öll liðin og alla leikina en við nýttum hana vel og örugglega Stjarnan líka þannig þetta hjálpaði hvorugu liðinu ekki neitt held ég"

Fannst Gústa að stigin þrjú hefðu átt að vera Gróttumanna?

"Auðvitað vill maður þrjú stig en það hefði kannski verið ósanngjarnt að við hefðum tekið öll þrjú stigin en eitt stig fannst mér vera bara sanngjörn úrslit miðað við hvað við vörðumst vel og lögðum í leikinn, Kalli skoraði markið fyrir okkur og hann getur ekki hætt að skora kallinn þannig við erum gríðarlega sáttir með þetta stig"
Athugasemdir
banner
banner
banner