Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   sun 14. ágúst 2022 12:50
Aksentije Milisic
Eru ósátt með dómgæsluna í Bestu deild kvenna: „Línan hefur ekki verið sett"
Úr leik Vals og Stjörnunnar.
Úr leik Vals og Stjörnunnar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sif ræddi málið í gær.
Sif ræddi málið í gær.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Undanfarið hefur verið umræða um dómgæsluna í Bestu deild kvenna í sumar en mörgum þykir að meira sé leyft í leikjunum í sumar og þá hafa leikmenn og þjálfarar verið að kvarta yfir því að leikmenn séu illa verndaðir.


Eftir leik Þróttar og Selfoss fyrir fjórum dögum síðan voru þjálfarar beggja lið ósáttir með dómgæsluna og er þetta ekki í fyrsta skiptið sem það heyrist í sumar.

„Ég er ekki ánægður með dómgæsluna aftur. Ég skil ekki hvernig það var bara eitt gult spjald í leiknum. Það var engin lína, það er eins og þetta sé alltaf svona í Bestu deild kvenna í ár, það er engin lína hjá dómurunum. Það hafa bara verið þrjú rauð spjöld í sumar og það er fáránlegt," benti Nick Chamberlain á, þjálfari Þróttar.

Björn Sigurbjörnsson, þjálfari Selfoss var sammála Nick en hann sagði að á meðan leiknum stóð hafi þjálfarateymin verið að ræða dómgæsluna og voru þau sammála um að leikmenn kæmust upp með alltof mikið og það sé engin vernd.

Sif Atladóttir og Agla María Albertsdóttir voru spurðar út í þetta mál í gær eftir leik Selfoss og Breiðabliks í Mjólkurbikarnum.

„Lína hefur bara ekki verið sett og þetta er ekki endilega bara eitthvað gegn okkur. Þetta er bara í deildinni almennt og þetta er ekki bara núna, þetta hefur alltaf verið. Mér fannst dómarinn í dag frábær, það sást bara að það voru ekki þessar ljótu tæklingar, hlaupa niður fólk eða sparka á eftir leikmönnum sem að hefur verið í þessari deild svona svolítið," sagði Sif.

„Þegar maður er sparkaður niður trekk í trekk og maður er að reyna að spila og spila fótbolta en þegar það er gengið svona á mann þá verður maður að mæta þeirri hörku. Ég er ekki að segja að við séum fríaðar frá einhverjum spjöldum, bara alls ekki, þetta eru bara liðin í deildin. Ef við sem Ísland ætlum að taka næsta skref í knattspyrnunni og fara keppast við liðin í Evrópu, þá verðum við að fara setja þessa línu."

Þá talaði Sif um síðasta leikinn gegn Þrótti þar sem leikurinn var orðinn fautaskapur og að leikmennirnir á vellinum hafi talað sín á milli um að þetta væri orðin vitleysa.

Agla María Albertsdóttir var einnig spurð út í þetta mál eftir leikinn í gær.

„Það má vel vera, stundum vill maður fá oftar hraðar upp spjaldið en ég held að aðalmálið sé að það sé verið að halda einhverri ákveðinni línu, ég held að það sé aðalmálið, mér fannst hann dæma þetta ágætlega í dag," sagði Agla.


Agla María: Alla stelpurnar voru ennþá pirraðar
Sif Atla: Fannst þetta brot í fyrra markinu
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner