Heimild: 433.is
Sóknarmaðurinn Oliver Heiðarsson hjá ÍBV mun yfirgefa félagið eftir tímabilið en hann hefur samið við NK Lokomotiva Zagreb sem leikur í efstu deild í Króatíu.
Þetta herma heimildir 433.is. Þar kemur fram að hann gangi formlega í raðir félagsins 1. janúar.
Þetta herma heimildir 433.is. Þar kemur fram að hann gangi formlega í raðir félagsins 1. janúar.
Oliver var besti leikmaður Lengjudeildarinnar í fyrra þegar ÍBV vann deildina og komst upp í deild þeirra Bestu. Hann er lykilmaður í Eyjaliðinu.
Oliver, sem er 24 ára, hefur verið eftirsóttur undanfarna mánuði en stærstu lið Bestu deildarinnar hafa reynt að kaupa hann og þá hefur fjöldi erlendra liða fylgst með framgangi hans.
Athugasemdir